Úthlutun úr Jafnréttissjóði Íslands 19. júní
Þriðjudaginn 19. júní fara fram styrkveitingar úr Jafnréttissjóði Íslands fyrir árið 2018. Félags- og jafnréttismálaráðherra veitir styrkina við formlega athöfn á Hótel Borg kl. 11:00-13:00 og eru allir velkomnir.
Jafnréttissjóður Íslands var stofnaður í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna árið 2015. Megintilgangur sjóðsins er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu.
DAGSKRÁ
Opnun, formaður stjórnar Jafnréttissjóðs Íslands
Anna Kolbrún Árnadóttir
Ávarp forsætisráðherra
Katrín Jakobsdóttir
Kynningar á verkefnum styrkþega:
- Takmarkar internetið mannréttindavernd? Staða og framgangur rannsóknar
María Rún Bjarnadóttir - Íslenskar lausnir og alþjóðleg tækifæri – þátttaka karla á vettvangi jafnréttismála
Arnar Gíslason - Kynjuð fjármál fyrir allskyns fólk – kynningarmyndbönd
Freyja Barkardóttir - Kraftur til kvenna á flótta
Stella Samúelsdóttir, Landsnefnd UN Women á Íslandi
Ávarp félags- og jafnréttismálaráðherra
Ásmundur Einar Daðason
Úthlutun styrkja
Ásmundur Einar Daðason
Anna Kolbrún Árnadóttir
Fundarstjóri:
Árni Matthíasson, fulltrúi í stjórn Jafnréttissjóðs Íslands
Léttar veitingar
Stjórn Jafnréttissjóðs Íslands