Hoppa yfir valmynd
12. desember 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála birtir úttekt á starfsemi Hugarafls

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) birti í dag skýrslu vegna úttektar á starfsemi félagasamtakanna Hugarafls, sem hófst þann 20. apríl sl. Tilefni úttektarinnar er ákvörðun félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um framkvæmd úttektar í kjölfar ábendinga sem bárust ráðuneytinu í ágúst 2021 frá fyrrum félagsmönnum Hugarafls. Einnig barst ráðuneytinu beiðni frá Hugarafli um að gerð yrði óháð úttekt á samtökunum.

Ráðuneytið taldi rétt að fela Vinnumálastofnun að annast úttekt á starfsemi Hugarafls á grundvelli þjónustusamnings stofnunarinnar við Hugarafl en ákvæði þess efnis eru í samningi. Í kjölfarið fékk Vinnumálastofnun GEV til að framkvæma úttektina.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum