Hoppa yfir valmynd
29. nóvember 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Guðlaugur Þór Þórðarson tekinn við umhverfis- og auðlindaráðuneytinu af Guðmundi Inga Guðbrandssyni

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, tekur við lyklum að umhverfis- og auðlindaráðuneytinu af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra. - mynd

Ráðherraskipti urðu í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í dag þegar Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra af Guðmundi Inga Guðbrandssyni.

„Það verður krefjandi að takast á við komandi verkefni sem snúast um einhver stærstu mál samtímans og framtíð okkar allra. Ný ríkisstjórn hefur sett þessi mál á oddinn og það er tilhlökkunarefni fyrir mig að leiða þessa mikilvægu málaflokka,” segir Guðlaugur Þór.

Nýr stjórnarsáttmáli annars ráðuneytis Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra var kynntur í gær. Í sáttmálanum er lögð áhersla á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að draga úr losun vegna landnotkunar og hraða orkuskiptum á öllum sviðum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta