Hoppa yfir valmynd
15. desember 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið, Matvælaráðuneytið

Drög að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, fiskeldi og umhverfismat í Samráðsgátt

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett til kynningar í Samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um fiskeldi og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Frumvarpið er unnið í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Áform um lagasetningu voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda þann 3. september 2020, mál nr. 170/2020.

Með frumvarpinu er komið til móts við sjónarmið eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem fram koma í bráðabirgðaniðurstöðu stofnunarinnar vegna innleiðingar á tilskipun 2011/92/ESB um umhverfismat framkvæmda. Athugasemdirnar varða heimildir laga um fiskeldi og laga um hollustuhætti og mengunarvarnir til veitingar rekstrarleyfis til bráðabirgða og tímabundinnar undanþága frá starfsleyfi vegna reksturs fiskeldisstöðva.

Með breytingunum er heimild til veitingar rekstrarleyfis til bráðabirgða samkvæmt lögum um fiskeldi færð frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til Matvælastofnunar og heimild til veitingar bráðabirgðaheimildar fyrir starfsemi samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir færð frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til Umhverfisstofnunar.

Í frumvarpinu er sérstaklega mælt fyrir um skilyrði fyrir veitingu heimildar til starfsemi og rekstrarleyfis til bráðabirgða við þær aðstæður að leyfi fyrir starfsemi hafi verið felld brott sökum annmarka á umhverfismati. Í frumvarpinu er m.a. fjallað um aðkomu almennings að leyfisveitingum og kæruheimildir fyrir framangreindri starfsemi. Samhliða er mælt fyrir um tilteknar breytingar á lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana til samræmis.

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fiskeldi, lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana (leyfisveiting til bráðabirgða)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta