Hoppa yfir valmynd
16. desember 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ný reglugerð um umhverfismat framkvæmda og áætlana ​

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir nýja reglugerð um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Reglugerðin er sett á grunni nýrra heildarlaga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Með lögunum, sem hafa m.a. það markmiði að tryggja þátttökuréttindi almennings, er stuðlað að einföldun á ferli umhverfismats, auknum fyrirsjáanleika, styttri málsmeðferðartíma og aukinni samþættingu umhverfismats framkvæmda við málsmeðferð skipulagstillagna. Reglugerðin, sem nú hefur tekið gildi, tekur til umhverfismats framkvæmda og áætlana.

Áætlanir sem falla undir reglugerðina eru skipulagsáætlanir samkvæmt skipulagslögum og lögum um skipulag haf- og strandsvæða, sem og aðrar áætlanir sem marka stefnu fyrir leyfisveitingar til framkvæmda sem falla undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Með reglugerðinni eru útfærð nánar ákvæði laganna um forsamráð og samþætta málsmeðferð sem og skyldur ábyrgðaraðila áætlana og framkvæmdaaðila hvað varðar skil á gögnum og innihald þeirra.

Reglugerðin tók gildi við birtingu þann 2. desember 2021.

 

Reglugerð um umhverfismat framkvæmda og áætlana

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta