Hoppa yfir valmynd
25. júní 2003 Innviðaráðuneytið

Siglingavernd

Þann 1. júlí 2004 tekur gildi ný alþjóðleg siglingaverndaráætlun.

Í desember 2002 samþykkti Alþjóðasiglingastofnunin, IMO, sem er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, sérstakar ráðstafanir til að auka og efla siglingavernd í skipum sem eru í alþjóðlegum siglingum og hafnavernd í höfnum sem þjóna slíkum skipum. Þessar kröfur eru settar fram í kafla við alþjóðasamþykktina um öryggi mannslífa á hafinu, SOLAS-samþykktina og í svokölluðum ISPS-kóða (International Security Port Security Code).

Breytingarnar á alþjóðasamþykktinni eru árangur vinnu á vegum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. Þær fjalla um ráðstafanir sem aðildarríkjum ber að gera til að hindra ólögmætar aðgerðir í höfnum og gegn siglingum og koma í veg fyrir að skip verði skotmark alþjóðlegra hryðjuverka.

Af því tilefni var skipaður stýrihópur sem hafði það hlutverk að gera tillögu að innleiðingu þessara reglna hér á landi. Hlutverk stýrihópsins var eftirfarandi:

· Fara yfir og skilgreina þær kröfur sem gerðar eru, og hverjum beri að fullnægja þeim.
· Gera tillögur að nauðsynlegum laga- og reglugerðarbreytingum til að innleiða framangreindar alþjóðlegar kröfur.
· Semja siglingaverndaráætlun fyrir Ísland.
· Kanna fjárhagsleg áhrif innleiðingarinnar.

Í stýrihópnum voru eftirfarandi fulltrúar:

Thomas Möller, formaður
Ólafur J. Briem, SÍK
Jón Þorvaldsson, Reykjavíkurhöfn
Hörður Blöndal, Akureyrarhöfn
Gísli Viggósson, Siglingastofnun Íslands
Ari Guðmundsson, Siglingastofnun Íslands
Sigurður Skúli Bergsson, Tollstjórinn í Reykjavík
Dagmar Sigurðardóttir, Landhelgisgæsla Íslands
Guðmundur Ómar Þráinsson, Ríkisslögreglustjóri
Stefán Eiríksson, dómsmálaráðuneyti
Helga Jónsdóttir, fjármálaráðuneyti
Unnur Sverrisdóttir, samgönguráðuneyti
Sigurbergur Björnsson, samgönguráðuneyti


Stýrihópnum bar að koma á samstarfi milli þeirra aðila sem bera ábyrgð samkvæmt ofangreindum alþjóðareglum og hafa samráð við samtök sjómanna og aðra hagsmunaaðila.

Hópurinn skilaði af sér áfangaskýrslu í desember 2003 og lauk störfum 27. janúar 2004.

Hér fyrir neðan eru krækjur á efni sem tengist siglingaverndinni.





Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta