Hoppa yfir valmynd
30.08. 2017 Utanríkisráðuneytið

Milljarður flosnaður upp af völdum loftslagsbreytinga árið 2050?

Climate-refugee-origÍmyndið ykkur ástandið í heiminum þegar einn milljarður manna stendur frammi fyrir ofsafengnum áhrifum loftslagsbreytinga sem leiða til hrikalegra þurrka eða flóða, öfgafulls veðurfars, eyðileggingu náttúruauðlinda - og afleiðingarnar birtast í erfiðum lífsskilyrðum, hungursneyð og sulti.

Þótt þessi sviðsmynd sé ekki enn byggð á vísindalegum spám gætu loftslagsbreytingar leitt til þess að slíkt ástand skapaðist í heiminum fyrir árið 2050, segir í fréttaskýringu IPS fréttaveitunnar. Þá yrði níundi hver jarðarbúi á vergangi.

Spár um fjölda fólks sem flýr vegna breytinga á umhverfi fyrir árið 2050 eru misvísandi, allt frá 25 milljónum manna til eins milljarðs. Notað er hugtakið "environmental migrants" og vísað í fólk sem neyðist til að taka sig upp vegna afleiðinga loftslagsbreytinga og fara á vergang, ýmist innan lands eða utan, tímabundið eða varanlega. Flestar spárnar gera að sögn IPS ráð fyrir að 200 milljónir manna verði í þeim sporum árið 2050.

Samkvæmt öðrum heimildum má reikna með að á hverri sekúndu fari ein manneskja á vergang vegna hamfara. Á grundvelli þess reiknilíkans áætlaði norska flóttamannaráðið (NRC) í skýrslu fyrir nokkrum árum að tæplega 20 milljónir manna myndu flýja hörmungar í 113 þjóðríkjum, þrefalt fleiri en neyðast til að flýja vegna stríðsátaka í heiminum.

Fram kemur í fréttaskýringunni að aldrei í sögunni hafi samtímis verið jafn margar, flóknar og langvarandi hörmungar eins og núna, allt frá Vestur-Afríku til Asíu. Alls hafa um 40 milljónir manna flosnað upp og flóttafólk telur 20 milljónir. Frá síðari heimsstyrjöld hafa viðlíka tölur ekki sést.

Climate Migrants Might Reach One Billion by 2050/ IPS 
STAND AS ONE WITH PEOPLE FORCED TO FLEE/ Oxfam 
"Recovery lending" helps disaster-stricken African farmers get back on track/ Irin 
Cities Set the Pace on Fighting Poverty, Climate Change but Who Will Pay?/ UrbanGateway 
Changing Climate Already Changing Africa: Are We Really Prepared?, eftir Dr. Richard Munang/ AfricaTimes 
AFRICA'S SMALLHOLDER FARMERS AMONG THE MOST HURT BY CLIMATE CHANGE/ AGRF 
Floods in DRC, Sierra Leone linked to climate change/ RFI 

In Somalia, there is a dangerous nexus between climate change and violent conflict/ UNDispatch 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta