Hoppa yfir valmynd
Úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána

Úrskurður nr. 463/2015

ÚRSKURÐUR ÚRSKURÐARNEFNDAR UM LEIÐRÉTTINGU VERÐTRYGGÐRS FASTEIGNAVEÐLÁNA

NR. 463/2015

 

Ár 2015, föstudaginn 21. ágúst, er tekið fyrir mál nr. 425/2015; kæra A og B, dags. 24. mars 2015. Í málinu úrskurða Eva Dís Pálmadóttir, Ingi Tryggvason og Kristján Jónasson. Upp er kveðinn svofelldur

 

ú r s k u r ð u r :

 I.

 

Málavextir eru þeir að kærendur sóttu um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána þann 18. maí 2014. Kærendum var birt ákvörðun um útreikning leiðréttingarfjárhæðar og ráðstöfun hennar sitt í hvoru lagi. Útreiknuð leiðréttingarfjárhæð kærenda var 0 kr. og var sú fjárhæð birt þeim 11. nóvember 2014. Endanleg ákvörðun um leiðréttinguna var birt þeim 23. desember 2014.

Með kæru, dags. 24. mars 2015, er kærð fjárhæð leiðréttingar, sbr. 9. gr. laga nr. 35/2014, um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána, og framkvæmd leiðréttingar, sbr. 11. gr. sömu laga.

Með erindi úrskurðarnefndar, dags. 8. júlí 2015, var kærendum tilkynnt að samkvæmt upplýsingum nefndarinnar hefði kæra borist eftir lok kærufrests. Með vísan til 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 var óskað eftir afstöðu kærenda til þess hvort afsakanlegt væri að kæra hafi ekki borist fyrr eða hvort veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar. Ekkert svar barst.


II.


Ekki liggur annað fyrir en að kærendum hafi verið birt ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar þann 23. desember 2014. Kærufrestur til úrskurðarnefndarinnar eru þrír mánuðir frá endanlegri ákvörðun um leiðréttingarfjárhæð og ráðstöfun hennar, sbr. 3. mgr. 14. gr. laga nr. 35/2014, um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Samkvæmt þessu var síðasti dagur kærufrests 23. mars 2015. Kæra kærenda, var send þann 24. mars 2015 og telst fram komin þann dag. Kæran er samkvæmt þessu of seint fram komin og ber því að vísa henni frá, enda er ekkert fram komið af kærenda hálfu um að óviðráðanleg atvik hafi valdið því að eigi var kært í tæka tíð.

 

Ú r s k u r ð a r o r ð :

 Kærunni er vísað frá úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána.


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta