Ársreikningaúrskurður - Frávísun
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023, var í menningar- og viðskiptaráðuneytinu
kveðinn upp svohljóðandi úrskurður:
Stjórnsýslukæra
Ráðuneytinu hefur borist kæra einkahlutafélagsins [X] (hér eftir kærandi), kt. […], vegna ákvörðunar ársreikningaskrár hjá ríkisskattstjóra (hér eftir ársreikningaskrá) um að leggja stjórnvaldssekt á félagið þar sem ársreikningi fyrir reikningsárin 2018 var ekki skilað innan lögbundins tímafrests.
Stjórnsýslukæran er byggð á 1. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga.
Kröfur
Þess er krafist að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi.
Málsatvik
Kæranda voru sendar rafrænar tilkynningar um að kæranda bæri að skila ársreikningi til opinberrar birtingar innan tilgreindra tímamarka en tilkynningarnar birtust á þjónustusíðu kæranda hjá ríkisskattstjóra.
Fésekt að fjárhæð kr. 600.000 var lögð á kæranda þar sem ársreikningi þess fyrir reikningsárið 2018 hafði ekki verið skilað.
Kærandi hefur nú skilað inn ársreikningi til ársreikningaskrár.
Forsendur og niðurstaða
I.
Stjórnsýslukæran barst ráðuneytinu eftir að kærufresti lauk eða hinn 7. október 2021.
II.
Samkvæmt 1. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skal kæra borin fram innan þriggja mánaða frá því að aðili máls var tilkynnt um stjórnvaldsákvörðun, nema lög mæli á annan veg. Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. laganna skal vísa frá kæru sem berst að liðnum kærufresti þó er í 1. og 2. tölul. ákvæðisins að finna undantekningar þar frá. Samkvæmt 1. tölul. er má taka kæru til meðferðar eftir að kærufresti lýkur ef afsakanlegt er talið að kæran hafi ekki borist fyrr. Samkvæmt 2. tölul. má taka kæru til meðferðar eftir að kærufresti lýkur ef veigamiklar ástæður mæla með því að kæran verði tekin til meðferðar. Í 2. mgr. sömu greinar segir að kæru skuli þó ekki sinna ef meira en ár er liðið frá því að ákvörðun var tilkynnt aðila.
III.
Af framangreindu er ljóst að stjórnsýslukæran barst ráðuneytinu eftir að kærufresti lauk eða hinn 7. október 2021. Ráðuneytið telur því rétt eins og málið er vaxið að vísa kærunni frá með vísan til 2. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga enda er ákvæðið skýrt um að ráðuneytið skuli ekki taka stjórnsýslukæru til efnislegrar meðferðar ef meira en ár er liðið frá því ákvörðun var tilkynnt aðila.
Með vísan til þess sem að framan greinir er það niðurstaða ráðuneytisins í málinu að vísa frá kæru á ákvörðun ársreikningaskrár frá 11. september 2019 um að leggja á kæranda sekt vegna síðbúinna skila ársreiknings vegna reikningsársins 2018.
Beðist er velvirðingar á þeim töfum sem hafa orðið á uppkvaðningu þessa úrskurðar en þær má rekja til mikilla anna ráðuneytinu.
Úrskurðarorð
Kæru á ákvörðun ársreikningaskrár ríkisskattstjóra, dags. 11. september 2019, um að leggja á sekt vegna síðbúinna skila ársreiknings einkahlutafélagsins [X] vegna reikningársins 2018, sbr. ákvörðun um lækkun sektar, er vísað frá.