Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir landskjörstjórnar

Úrskurður 4/2024 Framboð til forseta Íslands

Tilvísun lks2024040007

 

 

Ár 2024, 29. apríl kl. 11:00 kom landskjörstjórn saman á fundi í Þjóðminjasafni Íslands til að úrskurða um gildi framkominna framboða til kjörs forseta Íslands 1. júní 2024.  

Fyrir er tekið framboð Baldurs Þórhallssonar til kjörs forseta Íslands og kveðinn um það svofelldur

ú r s k u r ð u r  nr. 4/2024:

Hinn 26. apríl 2024 kl. 11:18 kom Baldur Þórhallsson á fund landskjörstjórnar og skilaði tilkynningu um framboð til kjörs forseta Íslands. Tilkynningin var undirrituð af Baldri. Á tilkynningarblaðinu kom fram að meðmælum væri safnað rafrænt. 

Landskjörstjórn hefur kannað framboðstilkynningu Baldurs til kjörs forseta Íslands og þau meðmæli sem framboðinu fylgja. Könnunin leiddi í ljós að framboðið uppfyllir bæði skilyrði stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og kosningalaga nr. 112/2021.

Á grundvelli framangreinds er það niðurstaða landskjörstjórnar að framboð Baldurs Þórhallssonar til kjörs forseta Íslands sé gilt. 

 

Ú R S K U R Ð A R O R Ð

Framboð Baldurs Þórhallssonar til forsetakjörs 1. júní 2024 er gilt.

 

Landskjörstjórn 

 

Kristín Edwald, formaður

Arnar Kristinsson

Ebba Schram

Hulda Katrín Stefánsdóttir

Magnús Karel Hannesson


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta