Úrskurður 1/2024 Framboð til forseta Íslands
Tilvísun lks2024040007
Ár 2024, 29. apríl kl. 11:00 kom landskjörstjórn saman á fundi í Þjóðminjasafni Íslands til að úrskurða um gildi framkominna framboða til kjörs forseta Íslands 1. júní 2024.
Fyrir er tekið framboð Arnars Þórs Jónssonar til kjörs forseta Íslands og kveðinn um það svofelldur
ú r s k u r ð u r nr. 1/2024:
Hinn 26. apríl 2024 kl. 10:40 kom Arnar Þór Jónsson á fund landskjörstjórnar og skilaði tilkynningu um framboð til kjörs forseta Íslands. Tilkynningin var undirrituð af Arnari Þór og henni fylgdi undirskriftalisti meðmælenda til stuðnings framboðinu, samtals 73 blaðsíður. Á tilkynningarblaðinu kom fram að meðmælum væri einnig safnað rafrænt.
Landskjörstjórn hefur kannað framboðstilkynningu Arnars Þórs Jónssonar til kjörs forseta Íslands og þau meðmæli sem framboðinu fylgja. Könnunin leiddi í ljós að framboðið uppfyllir bæði skilyrði stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og kosningalaga nr. 112/2021.
Á grundvelli framangreinds er það niðurstaða landskjörstjórnar að framboð Arnars Þórs Jónssonar til kjörs forseta Íslands sé gilt.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð
Framboð Arnars Þórs Jónssonar til forsetakjörs 1. júní 2024 er gilt.
Landskjörstjórn,
Kristín Edwald, formaður
Arnar Kristinsson
Ebba Schram
Hulda Katrín Stefánsdóttir
Magnús Karel Hannesson