Úrskurður 50/2024 Framboð til Alþingis
Tilvísun lks2024110005
Árið 2024, 3. nóvember kl. 15:00 kom landskjörstjórn saman til fundar í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu í Reykjavík til að úrskurða um gildi framboða við kosningar til Alþingis þann 30. nóvember 2024.
Fyrir er tekið framboð L-lista Lýðræðisflokksins – samtaka um sjálfsákvörðunarrétt í Suðvesturkjördæmi og kveðinn upp svofelldur
úrskurður nr. 50/2024:
Hinn 31. október 2024 var tilkynningu skilað til landskjörstjórnar um framboð L-lista Lýðræðisflokksins – samtaka um sjálfsákvörðunarrétt í Suðvesturkjördæmi við alþingiskosningar 30. nóvember 2024.
Framboðið hefur jafnframt skilað inn framboðslista ásamt fylgigögnum, það er yfirlýsingum þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á framboðslistann, upplýsingum um heiti stjórnmálasamtakanna sem bjóða listann fram og listabókstaf þeirra, tilkynningu um umboðsmenn listans sem taki við athugasemdum um ágalla sem kunna að vera á framboðinu og munu gæta réttar listans við undirbúning og framkvæmd kosninga ásamt samþykki þeirra auk meðmæla til stuðnings framboðinu og fyrir hvaða stjórnmálasamtök hann er boðinn fram.
Landskjörstjórn hefur kannað tilkynningu um framboð og framboðslista L-lista Lýðræðisflokksins – samtaka um sjálfsákvörðunarrétt í Suðvesturkjördæmi til kosninga til Alþingis, þau meðmæli sem framboðinu fylgja og önnur fylgigögn. Könnunin leiddi í ljós að framboðið uppfyllir skilyrði kosningalaga nr. 112/2021.
Á grundvelli framangreinds er það niðurstaða landskjörstjórnar að framboð L-lista Lýðræðisflokksins – samtaka um sjálfsákvörðunarrétt í Suðvesturkjördæmi við kosningar til Alþingis þann 30. nóvember 2024 sé gilt.
ÚRSKURÐARORÐ
Framboðslisti L-lista Lýðræðisflokksins – samtaka um sjálfsákvörðunarrétt í Suðvesturkjördæmi við kosningar til Alþingis þann 30. nóvember 2024 er gildur.
Landskjörstjórn
Kristín Edwald, formaður
Arnar Kristinsson
Elín Ósk Helgadóttir
Hulda Katrín Stefánsdóttir
Magnús Karel Hannesson