Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir landskjörstjórnar

Úrskurður 20/2024 Framboð til Alþingis

Tilvísun lks2024110002

 

Árið 2024, 3. nóvember kl. 15:00 kom landskjörstjórn saman til fundar í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu í Reykjavík til að úrskurða um gildi framboða við kosningar til Alþingis þann 30. nóvember 2024.

 

Fyrir er tekið framboð L-lista Lýðræðisflokksins – samtaka um sjálfsákvörðunarrétt í Norðvesturkjördæmi og kveðinn upp svofelldur

 

úrskurður nr. 20/2024:

 

Hinn 31. október 2024 klukkan 11:55 móttók landskjörstjórn gögn frá L-lista Lýðræðisflokksins – samtaka um sjálfsákvörðunarrétt í Norðvesturkjördæmi við alþingiskosningar 30. nóvember 2024. 

 

Móttekinn var framboðslisti ásamt fylgigögnum, það er ein undirrituð yfirlýsing frambjóðanda framboðsins um að hann hafi leyft að setja nafn sitt á framboðslistann, upplýsingar um heiti stjórnmálasamtakanna sem bjóða listann fram og listabókstaf þeirra auk meðmæla til stuðnings framboðinu á 11 blaðsíðum og fyrir hvaða stjórnmálasamtök hann er boðinn fram. 

 

Sama dag kannaði landskjörstjórn tilkynningu um framboð og framboðslista L-lista Lýðræðisflokksins – samtaka um sjálfsákvörðunarrétt í Norðvesturkjördæmi til kosninga til Alþingis, þau meðmæli sem framboðinu fylgdu og önnur fylgigögn. Könnunin leiddi í ljós að yfirlýsingu 13 frambjóðenda um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á framboðslistann, undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift í samræmi við a. lið 1. mgr. 39. gr. kosningalaga nr. 112/2021, skorti.

 

Á grundvelli 1. mgr. 44. gr. kosningalaga nr. 112/2021 hélt landskjörstjórn fund klukkan 21:00 þann 31. október 2024 þar sem umboðsmönnum allra þeirra framboða sem skilað höfðu framboðslistum var veittur kostur á að vera viðstaddir. Á þeim fundi var m.a. tilkynnt að komið hefðu fram gallar á  framboði L-lista Lýðræðisflokksins – samtaka um sjálfsákvörðunarrétt í Norðvesturkjördæmi og að umboðsmönnum listans væri gefinn kostur á að bæta úr þeim göllum, þ.e. að yfirlýsingu þrettán frambjóðenda skorti.

 

Síðar sama kvöld, klukkan 22:42, sendi landskjörstjórn L-lista Lýðræðisflokksins – samtaka um sjálfsákvörðunarrétt í Norðvesturkjördæmi tölvupóst með nánari upplýsingum um gallana og veitti framboðinu frest til klukkan 21:00 þann 1. nóvember 2024, í því skyni að bæta úr þeim, í samræmi við heimild 1. mgr. 44. gr. kosningalaga nr. 112/2021.

 

Klukkan 23:00 þann 31. október 2024 barst landskjörstjórn, í tölvupósti, samþykki þeirra þrettán frambjóðenda sem skorti, um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á framboðslistann, undirrituð með fullgildri rafrænni undirskrift.

 

Landskjörstjórn hefur á ný farið yfir öll gögn sem lögð hafa verið fram af L-lista Lýðræðisflokksins – samtaka um sjálfsákvörðunarrétt í Norðvesturkjördæmi og leiddi könnunin í ljós að framboðið uppfyllir skilyrði kosningalaga nr. 112/2021.

 

Á grundvelli framangreinds er það niðurstaða landskjörstjórnar að framboð L-lista Lýðræðisflokksins – samtaka um sjálfsákvörðunarrétt í Norðvesturkjördæmi við kosningar til Alþingis þann 30. nóvember 2024 sé gilt. 

 

ÚRSKURÐARORÐ

Framboðslisti L-lista Lýðræðisflokksins – samtaka um sjálfsákvörðunarrétt í Norðvesturkjördæmi við kosningar til Alþingis þann 30. nóvember 2024 er gildur.

 

Landskjörstjórn 

 

Kristín Edwald formaður

Arnar Kristinsson

Elín Ósk Helgadóttir

Hulda Katrín Stefánsdóttir

Magnús Karel Hannesson


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta