Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Húnaþing vestra - Gildi samþykkta sem gerðar voru á sameiginlegum fundi tveggja hreppsnefnda

Húnaþing vestra                                                              16. júní 1999                                                                    99040028

Brynjólfur Gíslason, sveitarstjóri                                                                                                                                     1001

Klapparstíg 4

530 Hvammstangi

 

 

 

 

          Vísað er til erindis yðar til félagsmálaráðuneytisins, dagsett 13. apríl 1999, varðandi lögmæti samþykktar sameiginlegs fundar hreppsnefnda Fremri-Torfustaðahrepps og Ytri-Torfustaðahrepps um, sem haldinn var 29. desember 1997.  Á fundinum var gerð svohljóðandi samþykkt:  „Samþykkt að afhenda til eignar Veiðifélagi Arnarvatnsheiðar og Tvídægru skálann við Arnarvatn og hreinlætisaðstöðuhús, gegn því að veiðifélagið sjái gangnamönnum fyrir aðstöðu.“

 

          Í erindinu er óskað eftir áliti ráðuneytisins á því hvort þessi samþykkt „fái staðist sem afsal fyrir nefndum skála“. Tekið er fram að afhendingar eignarinnar sé í engu getið í fundargerðabók hreppsnefndar Fremri-Torfustaðahrepps og ekki heldur í fundargerðabók Ytri-Torfustaðahrepps.

 

          Þess ber fyrst að geta að umrædd samþykkt var gerð tæplega einu og hálfu ári áður en erindið barst félagsmálaráðuneytinu og er ráðuneytinu því ekki skylt að taka það til úrskurðar, sbr. 27. og 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

 

          Hins vegar vill ráðuneytið benda á að það er sveitarstjórn sem fer með stjórn viðkomandi sveitarfélags, sbr. 2. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 og 9. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, þ.m.t. ráðstöfun eigna sveitarfélagsins.  Ákvarðanir um ráðstöfun eigna ber að taka á lögmætum sveitarstjórnarfundi og slíkar ákvarðanir ber að bóka í gerðabók.  Ef ekki er fylgt formreglur sveitarstjórnarlaga um ákvarðanatökur í sveitarstjórn, getur það leitt til þess að aðili geti ekki byggt rétt sinn á slíkri „ákvörðun“, sbr. dóm Hæstaréttar frá 9. október 1997 (hrd. 1997:2647), sem fylgir hér með í ljósriti til fróðleiks.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 

 

 

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta