Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Dalabyggð - Vantraust á varaoddvita, skipti á fulltrúum í nefndum, fundarstjórn

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
26. maí 2004
FEL03120031/1001

Sunnubraut 5a

370 BÚÐARDALUR

Hinn 26. maí 2004 er kveðinn upp í félagsmálaráðuneytinu svohljóðandi

úrskurður:

Með erindi, dags. 5. desember 2003, kærði Guðrún Jóna Gunnarsdóttir til ráðuneytisins samþykkt sem

gerð var á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 18. nóvember 2003.

Í umræddri samþykkt afturkallaði sveitarstjórnin umboð kæranda til að gegna embætti varaoddvita og

setti annan í hennar stað til að gegna því. Einnig afturkallaði sveitarstjórn umboð kæranda til setu í

byggðarráði, stjórn dvalarheimilisins Silfurtúns, Eiríksstaðanefnd, þjónustuhópi aldraðra og á landsþingi

Sambands íslenskra sveitarfélaga og fól jafnframt öðrum þá setu. Að auki samþykkti sveitarstjórn að óska

eftir hluthafafundi í Hitaveitu Dalabyggðar til að kjósa nýja aðila í stjórn veitunnar.

Kærandi krefst þess að samþykktin í heild sinni verði úrskurðuð ógild og að hrundið verði þeim

ákvörðunum sem í henni eru.

Með bréfi, dags. 8. desember 2003, óskaði ráðuneytið eftir umsögn sveitarstjórnar Dalabyggðar um málið.

Umsögnin barst með bréfi lögmanns sveitarfélagsins, dags. 22. desember 2003. Með bréfi ráðuneytisins,

dags. 12. janúar 2004, var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við umsögnina og

bárust þær með rafpósti þann 16. febrúar 2004. Dalabyggð var gefinn frestur til að koma á framfæri

viðbótarathugasemdum og bárust þær með bréfi lögmanns sveitarfélagsins, dags. 1. mars 2004.

I. Málavextir

 

Í fundargerð sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 18. nóvember 2003 kemur fram að oddviti óskaði eftir því í

upphafi fundarins að „taka fyrir mál varaoddvita“ áður en gengið yrði til boðaðrar dagskrár. Ekki komu

fram athugasemdir við þessa tillögu. Samkvæmt fundargerðinni spurði oddviti kæ randa hvort henni

fyndist eðlilegt að sitja í sveitarstjórn á meðan ásakanir sem bornar hefðu verið á hana á

heilsugæ slustöðinni væ ru rannsakaðar. Vegna þessa lagði kæ randi fram eftirfarandi bókun:

„Um er að ræða skipulagða aðför að mér af ákveðnum aðilum í pólitískum tilgangi og ætti ekki

að koma neinum að óvörum í ljósi þeirrar atburðarásar sem hefur átt sér stað síðan að loknum síðustu

sveitarstjórnarkosningum.

Það hefur komið fram beiðni um rannsókn um hvort ég hafi brotið lög um persónuvernd, engin

ákæra hefur verið lögð fram né hef ég verið dæmd. Ég fagna því að verið er að rannsaka þetta mál, stend

hér óhrædd og bíð eftir niðurstöðum rannsóknarinnar.

Ég sé ekki ástæðu til að víkja úr sveitarstjórn enda ekki verið að finna að störfum mínum á þeim

vettvangi og sé ekki að ég þjóni hagsmunum kjósenda minna best með því. Engan skyldi dæma fyrr en

sekt er sönnuð.

Ég hef verið kjörin til sveitarstjórnar af því fólki sem hér býr og mun reyna að standa mig eins og

ég hef gert hingað til.“

 

Með vísan til bókunarinnar kvaðst oddviti knúinn til að leggja til að umboð kæ randa til að gegna embæ tti

varaoddvita og til setu í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins yrði afturkallað. Í tillögunni kom

jafnframt fram hverjir tæ kju sæ ti kæ randa í viðkomandi nefndum og ráðum.

Að loknu tíu mínútna fundarhléi lýsti kæ randi því yfir að hún teldi tillöguna andstæ ða

sveitarstjórnarlögum og óskaði eftir því að afgreiðslu hennar yrði frestað þar til úrskurður

félagsmálaráðuneytisins læ gi fyrir. Tillaga um frestun var felld með fimm atkvæ ðum gegn tveimur. Var

tillaga oddvita síðan samþykkt með sama atkvæ ðamun.

Sveitarstjórn Dalabyggðar er skipuð sjö sveitarstjórnarmönnum. L-listi Samstöðu hlaut fjóra aðalmenn

kjörna í sveitarstjórnarkosningum 2002, en S-listi Dalabyggðar hlaut þrjá menn kjörna. Bæ ði oddviti og

kæ randi áttu sæ ti á L-lista Samstöðu.

II. Málsrök kæranda

 

Í stjórnsýslukæ ru, dags. 5. desember 2003, byggir kæ randi einkum á eftirfarandi atriðum:

Í fyrsta lagi gerir kæ randi athugasemd við að málið hafi ekki verið á dagskrá umræ dds

sveitarstjórnarfundar og að tillaga oddvita hafi ekki verið send með fundargögnum. Eins og fram kemur í

fundargerð var málið tekið fyrir áður en gengið var til formlegrar dagskrár. Telur kæ randi að oddvita hafi

verið í lófa lagið að setja málið á dagskrá fundarins, enda hafi bæ ði 13. og 14. nóvember 2003 verið

fjallað í fjölmiðlum um meint trúnaðarbrot kæ randa í starfi hennar á heilsugæ slustöð. Oddvita hafi borið

að setja málið á dagskrá fundarins, sbr. 3. tölul. 11. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Dalabyggðar.

Í öðru lagi byggir kæ randi á því að það mál sem tekið var fyrir á fundinum heyri ekki undir sveitarstjórn

og einnig að tillaga oddvita hafi verið annars efnis en það mál sem fallist var á þegar leitað var afbrigða

frá dagskrá. Kæ randi telur að málið hafi verið tekið fyrir á fölskum forsendum, enda séu engar

athugasemdir gerðar við störf hennar sem varaoddviti eða önnur störf á vegum sveitarstjórnar í hinni

kæ rðu samþykkt. Dagskrártillaga oddvita hafi vísað til starfa á sveitarstjórnarfundum og af þeirri ástæ ðu

kveðst kæ randi ekki hafa viljað leggjast gegn tillögu oddvita um að ræ ða „mál varaoddvita“. Beiðni um

rannsókn vegna starfa á heilsugæ slustöð falli hins vegar utan verksviðs sveitarstjórnar og eigi ekki heima

við umræ ðu á þeim vettvangi. Kæ randi telur það ámæ lisvert af oddvita að taka fyrir mál utan verksviðs

sveitarstjórnar og sama máli gegni um að taka fyrir annað mál en heimild fékkst fyrir.

Í þriðja lagi telur kæ randi ótvíræ tt, með vísan til 40. gr. sveitarstjórnarlaga og 11. gr. samþykktar um

stjórn og fundarsköp Dalabyggðar, að kosningar verði að vera á dagskrá sveitarstjórnarfunda. Krefst

kæ randi þess að samþykkt sveitarstjórnar frá 18. nóvember 2003 um val á varaoddvita og kosningu

fulltrúa í nefndir og ráð verði af þessari ástæ ðu úrskurðuð ógild.

Í fjórða lagi bendir kæ randi á að í hinni kæ rðu samþykkt séu margar ákvarðanir teknar í einni

atkvæ ðagreiðslu. Í fyrsta lagi hafi sveitarstjórn afturkallað umboð kæ randa sem varaoddviti, í öðru lagi

hafi verið afturkallað umboð hennar til setu í nefndum og ráðum á vegum Dalabyggðar, í þriðja lagi hafi

sveitarstjórn ákveðið að varamenn kæ randa tæ kju sæ ti hennar í þremur tilvikum, í fjórða lagi hafi

sveitarstjórn kosið nýja varamenn í þeirra stað, í fimmta lagi hafi verið kosinn nýr varaoddviti og í sjötta

lagi hafi í tveimur tilvikum verið kosnir nýir aðalmenn í stað kæ randa. Að mati kæ randa fer samþykkt

sveitarstjórnar í bága við 29. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Dalabyggðar. Um hafi verið að

ræ ða a.m.k. tvö mál, þ.e. afturköllun umboðs og kosningu nýrra fulltrúa, sem feli í sér sex aðskildar

ákvarðanir, og þeim hafi öllum verið blandað saman í eina atkvæ ðagreiðslu. Kæ randi telur að þessi

málsmeðferð brjóti gegn 11. og 15. gr. samþykktarinnar.

Að því er varðar einstök atriði í hinni kæ rðu samþykkt bendir kæ randi meðal annars á eftirfarandi:

· að engin heimild hafi verið til afturköllunar umboðs varaoddvita enda geymi 14. gr. laga nr.

45/1998 og 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Dalabyggðar einungis heimild til að

afturkalla umboð oddvita og kjósa nýjan,

· að engin heimild sé í samþykkt Dalabyggðar til að afturkalla umboð nefndarmanna enda ekki

tekin upp í samþykktina ákvæ ði 40. gr. laga nr. 45/1998 og felist í því ákvörðun um að nýta ekki

þá lagaheimild,

· að heimild til að skipta um fulltrúa í nefndum skv. 4. mgr. 40. gr. laga nr. 45/1998 eigi ekki við

um sveitarstjórnarmenn enda eigi ákvæ ðið einungis við þegar meirihlutaskipan hafi raskast í

sveitarstjórn og þá verði að fara fram kosning,

· að lög um málefni aldraðra heimili ekki að skipt sé um fulltrúa í þjónustuhópi aldraðra,

· að atkvæ ðavæ gi í sveitarstjórn leiði til þess að kæ randi haldi sæ ti sínu í byggðarráði og

Eiríksstaðanefnd,

· að ákvörðunin sé andstæ ð stjórnsýslulögum þar sem hún sé ómálefnaleg og ekki hafi verið gæ tt

rannsóknarskyldu, jafnræ ðisreglu og meðalhófsreglu.

Sérstaklega er bent á það af hálfu kæ randa að val nýs varaoddvita og fulltrúa í nefndir hafi ekki farið fram

með sjálfstæ ðum hæ tti sem kosning heldur hafi það gerst með samþykkt margþæ ttrar tillögu. Hafi því

sveitarstjórnarmönnum hvorki gefist kostur á því að vera í kjöri eða bera fram tillögur um nýja fulltrúa, né

að óska eftir því að kosning yrði skrifleg og leynileg. Sömuleiðis hafi ekki verið kostur á því að beita

hlutfallskosningu sem tryggi kosningu í ráð og nefndir í samræmi við styrk innan sveitarstjórnar.

Í frekari athugasemdum sínum áréttar kæ randi þann skilning sinn að meiri hluti sveitarstjórnar, L-listi

Samstöðu, hafi ekki óskað eftir því að gera breytingar á nefndarskipan eða skipan varaoddvita. Þar séu að

verki tveir sveitarstjórnarmenn listans með stuðningi minni hlutans. Þá er því mótmæ lt sem kæ rði haldi

fram að allir sem tekið hafi sæ ti kæ randa í nefndum tengist L-lista Samstöðu og því breyti hin kæ rða

samþykkt hlutföllum milli meiri hluta og minni hluta í sveitarstjórn. Enn fremur er ítrekað að kosning

varaoddvita og fulltrúa í nefndir verði að vera á dagskrá fundar og engin heimild sé til að víkja

varaoddvita úr embæ tti enda sé hann kosinn til þess til eins árs í senn. Í frekari athugasemdum er enn

fremur ítrekað það sjónarmið að stjórnsýslulög eigi við í þessu máli.

III. Málsrök kærða

 

Í umsögn og viðbótarathugasemdum lögmanns kæ rða, Dalabyggðar, er kröfum kæ randa alfarið hafnað. Í

umsögninni er einkum byggt á eftirfarandi málsástæ ðum og sjónarmiðum:

Í umsögninni er rakið hlutverk oddvita samkvæmt sveitarstjórnarlögum og samþykkt um stjórn og

fundarsköp Dalabyggðar. Telur kæ rði að þótt í lögum sé ekki kveðið sérstaklega á um hlutverk eða stöðu

varaoddvita sé hann eðli máls samkvæmt staðgengill oddvita og verði að geta tekið við stöðu hans

fyrirvaralaust. Með vísan til þessa telur kæ rði að skýra verði 15. gr. samþykktarinnar og 14. gr.

sveitarstjórnarlaga svo, að hann skuli víkja sæ ti á sama hátt og oddviti ef hann nýtur ekki lengur trausts

meiri hluta sveitarstjórnar en til vara að sama niðurstaða leiði af lögjöfnun. Ekki sé gerður áskilnaður um

að slíkar ákvarðanir hafi áður hlotið samþykki innan tiltekinna framboðslista heldur sé með meiri hluta

sveitarstjórnarmanna átt við þá sem á hverjum tíma hafi þá samstöðu sem þarf til stuðnings við oddvita

eða til að samþykkja á hann vantraust, sbr. til hliðsjónar 28. gr. og 4. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga.

Verði því að hafna málsástæ ðum kæ randa um að ekki hafi verið heimilt samkvæmt lögum að víkja

varaoddvita frá og kjósa annan í hans stað.

Með vísan til 78. gr. stjórnarskrárinnar og sjálfsákvörðunarréttar sveitarfélaga byggir kæ rði á því að

ákvörðun um að lýsa yfir vantrausti á varaoddvita sæ ti ekki málskoti til ráðuneytisins. Jafnframt bendir

kæ rði á að ekki sé um að ræ ða ákvörðun um réttindi eða skyldur viðkomandi einstaklings í máli, tekna í

skjóli stjórnsýsluvalds og gildi ákvæ ði stjórnsýslulaga af þeirri ástæ ðu ekki um samþykkt sveitarstjórnar.

Því skipti engu máli hvort ástæ ðu vantrausts megi rekja til atvika sem varða málefni sveitarfélagsins eða

ótengd atvik. Meirihlutasamstarf í sveitarstjórn byggist á hverjum tíma á ótvíræ ðu pólitísku trausti aðila

hvers til annars og geti það meðal annars ráðist af því að viðkomandi aðilar séu flekklausir og trúverðugir

að mati þeirra sem að samstarfinu standa. Kjör oddvita og varaoddvita sé einnig ráðstöfun sem

viðkomandi meiri hluti standi að og hafi heimild til að afturkalla fyrirvaralaust ef slíkar aðstæ ður skapast

að slíkt teljist nauðsynlegt. Til vara byggir kæ rði á því, með vísan til 10., 12. og 13. gr. stjórnsýslulaga, að

kæ randi hafi lagt fram á fundi sveitarstjórnar ítarlega bókun og hin kæ rða ákvörðun hafi því verið tekin að

fengnum sjónarmiðum kæ randa.

Af hálfu kæ rða er á því byggt að heimild í 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Dalabyggðar til að

víkja oddvita frá sé undantekningarregla sem grípa geti þurft til án fyrirvara. Ákvörðun um beitingu

ákvæ ðisins falli því ekki undir reglur samþykktarinnar um dagskrártillögur og fundarboð. Um þetta vísar

kæ rði einnig til 11. gr. samþykktarinnar, þar sem fram kemur að sveitarstjóri semji dagskrá í samráði við

oddvita og telur hann að ákvæ ði 15. gr. samþykktarinnar myndi ekki ná tilgangi sínum ef slíkar tillögur

sæ ttu hefðbundinni meðferð á málefnum sem koma til úrlausnar sveitarstjórnar. Til vara byggir kæ rði á

því að ákvörðunin hafi verið tekin á fundi fullskipaðrar sveitarstjórnar og verði hún ekki ógilt af

ráðuneytinu þótt málið hafi ekki verið á boðaðri dagskrá. Um þetta vísar kæ rði til 2. mgr. 20. gr.

samþykktarinnar og bendir á að tillaga um að leita afbrigða frá boðaðri dagskrá hafi ekki sæ tt andmæ lum.

Kæ rði vísar til 2. mgr. 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Dalabyggðar um að óhjákvæmilegt sé

að ákvörðun um að víkja oddvita úr sæ ti fari saman við kosningu nýs oddvita. Oddvita beri án tafar að

víkja sæ ti samkvæmt ákvæ ðinu og af því leiði að kosning fari fram án tafar. Hagsmunir sveitarfélagsins

leiði til þess að ekki sé heimilt að bíða næ sta fundar. Sama gildi um kjör nýs varaoddvita.

Kæ rði telur ljóst af orðalagi 4. mgr. 40. gr. sveitarstjórnarlaga að ákvæ ðið feli í sér ótvíræ ða heimild til

sveitarstjórnar að skipta um nefndarmenn sem njóta ekki lengur trausts meiri hluta sveitarstjórnar. Kæ rði

fellst ekki á það sjónarmið kæ randa að heimildin sé háð því að samsvarandi ákvæ ði þurfi að vera að finna

í samþykktum viðkomandi sveitarfélags. Einnig lýsir kæ rði sig ósammála því að heimildin taki ekki til

kjörinna sveitarstjórnarmanna, enda sé ekkert í ákvæ ðinu sem styðji slíka ályktun og tilgangi ákvæ ðisins

yrði ekki náð með slíkum hæ tti. Seta fulltrúa í nefndum sé háð því að þeir njóti stuðnings meiri hluta

sveitarstjórnar á hverjum tíma og það gildi jafnt um sveitarstjórnarmenn og aðra.

Kæ rði hafnar því að umræ ddu ákvæ ði sveitarstjórnarlaga verði aðeins beitt gegn því að fram fari kosning

til viðkomandi nefndar eða ráðs, enda sé tilgangurinn ekki sá að gera almenna breytingu á skipan nefnda

sveitarfélagsins. Næ gilegt sé að fram komi á sveitarstjórnarfundi tillaga um að skipta út fulltrúa í nefnd

eða nefndum, en þá reyni á hvort viðkomandi fulltrúi hafi glatað trausti meiri hluta sveitarstjórnar eða

ekki. Reynist hann hafa glatað trausti meiri hluta sveitarstjórnar sé brýnt að skipta um fulltrúa í

viðkomandi nefnd og af eðli máls leiði að slík breyting þurfi að eiga sér stað strax til að nefndin sé

starfhæ f. Í þessu sambandi bendir kæ rði á að kæ randi hafi meðal annars gegnt stöðu formanns

byggðarráðs sem sé mikilvæ gasta staðan í stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Kæ rði telur að það geti ekki komið til endurskoðunar æ ðra stjórnvalds á hvaða ástæ ður valdi því að

nefndarmaður njóti ekki lengur trausts meiri hluta þeirra sem eiga sæ ti í sveitarstjórn. Það sé eingöngu

háð pólitísku mati meiri hluta á hverjum tíma hvað valdi trúnaðarbresti og slíkt geti eðli máls samkvæmt

verið háð atvikum innan sem utan sveitarstjórnar. Slíkt mat lúti ekki ákvæ ðum stjórnsýslulaga.

Til vara er á því byggt af hálfu kæ rða að þótt talið yrði að taka hefði átt á dagskrá fyrirhugaða tillögu um

vantraust á nefndarmann valdi það ekki ógildi ákvörðunarinnar heldur einungis aðfinnslum. Beri þá að

hafa í huga hvers eðlis ákvörðunin var og að hún hafi verið tekin af fullskipaðri sveitarstjórn að fengnum

athugasemdum kæ randa í bókun sem hún lagði fram á fundinum.

Kæ rði telur ekki skipta máli að umræ dd ákvörðun hafi tekið til fleiri nefnda en einnar og hafnar þeirri

málsástæ ðu kæ randa að taka hefði átt sjálfstæ ða ákvörðun fyrir hverja nefnd. Löglíkur séu fyrir því að ef

fulltrúi glati trausti meiri hluta þeirra sem sæ ti eiga í sveitarstjórn gildi það um öll nefndarstörf sem

viðkomandi var kjörinn til. Bendir kæ rði á að í 4. mgr. 40. gr. sveitarstjórnarlaga sé talað um nefndir í

fleirtölu. Þar sem í ákvæ ðinu sé talað um að sveitarstjórn geti „skipt um“ fulltrúa telur kæ rði að það feli í

sér að annar taki sæ ti í þeim nefndum sem um ræ ðir. Jafnframt sé eðlilegt að slík ákvörðun sé hluti þeirrar

ákvörðunar að leysa þann sem glatað hefur trausti meiri hlutans frá nefndarstarfi. Með vísan til þessa

hafnar kæ rði því að fyrirkomulag á ákvörðun sveitarstjórnar við að skipta um nefndarmenn geti leitt til

ógildingar hinnar kæ rðu ákvörðunar.

Kæ rði hafnar því að ákvörðun sveitarstjórnar um að skipta kæ randa út úr viðkomandi nefndum sé haldin

þeim ógildingarannmörkum sem kæ randi byggir á. Telur hann að öll þau ráð og nefndir, sem hin kæ rða

samþykkt varðar, teljist „nefndir“ í skilningi 4. mgr. 40. gr. sveitarstjórnarlaga. Af öðrum ákvæ ðum sömu

greinar telur kæ rði mega ráða að nefndir sveitarfélaga séu allt í senn þæ r sem lögbundnar eru, þæ r sem

sveitarfélag ákveður að koma á fót vegna tiltekinna verkefna og nefndir, ráð og stjórnir sem sveitarfélag á

aðild að samkvæmt viðkomandi samþykktum eða lögum. Engin rök standi til annars en að æ tla að heimild

sveitarstjórnar til að skipta út nefndarmönnum nái til allra nefnda, ráða og stjórna sem sveitarstjórn

tilnefnir fulltrúa í. Réttur meiri hluta hljóti einnig að vera rýmri, ef eitthvað er, þegar ekki er um að ræ ða

lögbundnar nefndir.

IV. Niðurstaða ráðuneytisins

 

Eins og að framan er rakið deila aðilar máls þessa bæ ði um form og efni hinnar kæ rðu samþykktar

sveitarstjórnar Dalabyggðar. Í niðurstöðu ráðuneytisins verður fyrst fjallað um heimildir sveitarstjórnar,

sem fram koma í sveitarstjórnarlögum, til að víkja kjörnum fulltrúum úr trúnaðarstörfum sem þeir hafa

verið kjörnir til, áður en fjallað verður um hvernig hin kæ rða samþykkt var borin fram á

sveitarstjórnarfundi þann 18. nóvember 2003.

Kæ ruheimild byggist á 103. gr. sveitarstjórnarlaga og er kæ ran komin fram innan tilskilins kæ rufrests,

sem er þrír mánuðir, sbr. 27. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.

A. Um heimild til að víkja varaoddvita úr embætti

 

Af hálfu kæ rða er á því byggt að ákvæ ði 2. mgr. 14. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, sbr. 15. gr.

samþykktar um stjórn og fundarsköp Dalabyggðar, veiti meiri hluta sveitarstjórnar ekki aðeins heimild til

að krefjast þess að oddviti víki, heldur hljóti ákvæ ðið eðli máls samkvæmt einnig að gilda um varaoddvita

sem sé staðgengill oddvita. Kæ rði telur einnig að lögjöfnun frá umræ ddu ákvæ ði leiði til sömu

niðurstöðu.

Þessum skilningi hefur kæ randi mótmæ lt og telur hún að slík heimild sé ekki fyrir hendi nema það komi

skýrt fram í lögum, auk þess sem hún bendir á að varaoddviti hafi það hlutverk eitt að hlaupa í skarðið

fyrir oddvita. Af þeirri ástæ ðu sé ekki nauðsynlegt að pólitískur meiri hluti hverju sinni ráði

varaoddvitaembæ ttinu þótt löggjafinn hafi talið öðru máli gegna varðandi embæ tti oddvita. Jafnframt

bendir kæ randi á að L-listi hafi fengið meiri hluta í sveitarstjórnarkosningum og enginn annar meiri hluti

hafi verið myndaður síðan.

Þótt báðir málsaðilar hafi haldið fram gildum rökum í málinu telur ráðuneytið óhjákvæmilegt að fallast á

það með kæ rða að sömu reglur hljóti að öllu leyti að gilda um kjörtímabil oddvita og varaoddvita

sveitarstjórnar. Eins og bent er á í umsögn hans getur varaoddviti án mikils fyrirvara þurft að gegna

skyldum oddvita um lengri eða skemmri tíma og er því mikilvæ gt að hann njóti trausts meiri hluta

sveitarstjórnar. Með vísan til þessa telur ráðuneytið að síðari málsliður 2. mgr. 14. gr. sveitarstjórnarlaga

gildi með lögjöfnun um varaoddvita og sé því sveitarstjórn heimilt að krefjast þess að hann víki sæ ti. Þá

er það niðurstaða ráðuneytisins að ástæ ður þess að varaoddviti njóti ekki lengur trausts meiri hluta

sveitarstjórnar séu háðar pólitísku mati á hverjum tíma og sæ ti ekki kæ ru til ráðuneytisins.

B. Um brottvikningu fulltrúa úr nefndum

 

Til stuðnings því að heimilt hafi verið að afturkalla umboð kæ randa til setu í byggðarráði, stjórn

dvalarheimilisins Silfurtúns, Eiríksstaðanefnd, þjónustuhópi aldraðra og á landsþingi Sambands íslenskra

sveitarfélaga, vísar kæ rði til 4. mgr. 40. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998. Umræ tt ákvæ ði er

svohljóðandi:

„Sveitarstjórn er heimilt að skipta um fulltrúa í nefndum hvenæ r sem er á kjörtímabili nefndar, svo sem

þegar nefndarmenn njóta ekki lengur trausts meiri hluta þeirra sem sæ ti eiga í sveitarstjórn. Enn fremur

er fulltrúum í nefndum heimilt að segja af sér nefndarstörfum hvenæ r sem er á kjörtímabilinu.“

 

Að mati kæ rða er lagaheimildin skýr og ekki háð því að hún sé tekin upp í samþykkt viðkomandi

sveitarfélags. Hún eigi jafnt við um kjörna sveitarstjórnarmenn og aðra. Heimildin feli það í sér að

sveitarstjórn geti ákveðið að skipta um fulltrúa í viðkomandi nefnd án þess að þörf sé á að fram fari á ný

kosning í skilningi 11. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Dalabyggðar, enda ekki ráðgert að gera

almenna breytingu á skipan nefnda á vegum sveitarfélagsins. Næ gilegt sé að fram komi á

sveitarstjórnarfundi tillaga um að skipta út fulltrúa í nefnd eða nefndum og reyni þá á hvort viðkomandi

fulltrúi hafi glatað trausti meiri hluta sveitarstjórnar. Jafnframt byggir kæ rði á því að ástæ ður þess að

nefndarmaður njóti ekki lengur trausts meiri hluta þeirra sem sæ ti eiga í sveitarstjórn sæ ti ekki

endurskoðun á kæ rustigi. Það sé eingöngu háð pólitísku mati á hverjum tíma hvað valdi trúnaðarbresti og

geti það eðli máls samkvæmt verið vegna atvika innan sem utan sveitarstjórnar. Það mat lúti ekki

ákvæ ðum stjórnsýslulaga.

Í þessu sambandi hefur kæ randi bent á að L-listinn, sem hefur meiri hluta í sveitarstjórn Dalabyggðar, hafi

ekki óskað eftir því að skipta út neinum fulltrúa sínum í nefndum eða ráðum. Tveir fulltrúar listans í

sveitarstjórn hafi greitt atkvæ ði með hinni kæ rðu samþykkt en aðrir tveir fulltrúar verið henni andvígir.

Fyrir samþykktinni sé því ekki meiri hluti innan L-lista. Atkvæ ði minni hlutans, þ.e. þriggja fulltrúa Slista,

hafi ráðið úrslitum um það að tillaga oddvita var samþykkt. Þar hafi því verið annar meiri hluti að

verki en L-listinn, sem hefur meiri hluta í sveitarstjórn Dalabyggðar. Einnig bendir kæ randi á að eftir þæ r

breytingar sem gerðar voru með hinni kæ rðu samþykkt gegni fulltrúar L-lista ekki lengur öllum

trúnaðarstörfum sem kæ randi var kjörinn til áður. Aðalfulltrúi á landsþing Sambands íslenskra

sveitarfélaga sé nú af S-lista. Varamaður hans komi af L-lista en áður hafi aðalmaður komið frá meiri

hluta L-lista. Þá segir kæ randi að nýr fulltrúi í þjónustuhópi aldraðra tengist ekki L-lista með neinum

hæ tti. Kæ randi gerir alvarlega athugasemd við þá fullyrðingu lögmanns kæ rða, sem fram kemur í

umsögn, dags. 22. desember 2003, að umræ ddir einstaklingar tengist allir L-lista, og segir að þar sé hallað

réttu máli.

Í samþykkt Dalabyggðar um stjórn og fundarsköp er ekki að finna ákvæ ði sambæ rilegt 40. gr.

sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998. Kæ randi telur að þetta feli í sér ákvörðun sveitarstjórnar um að nýta ekki

þá heimild og því hafi ekki verið fyrir hendi heimild til að afturkalla umboð hennar til setu í nefndum og

ráðum á vegum sveitarfélagsins. Ráðuneytið getur ekki tekið undir þessi sjónarmið. Sveitarstjórnarlög, nr.

45/1998, gilda um öll sveitarfélög í landinu. Samþykktir sveitarfélaga eru settar til fyllingar lögunum, sbr.

10. gr. laganna, og má í dæmaskyni nefna 11. og 12. gr. laganna. Þá getur ráðuneytið heldur ekki tekið

undir þau sjónarmið kæ randa að ákvæ ði 4. mgr. 40. gr. sveitarstjórnarlaga gildi ekki um kjörna

sveitarstjórnarmenn vegna ákvæ ða 19., 29. og 33. gr. laganna. Þessi ákvæ ði eru almenns eðlis en 4. mgr.

40. gr. er sértæ k heimild til handa sveitarstjórn.

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 18. nóvember 2003 var afturkallað umboð kæ randa til setu í

byggðarráði, stjórn dvalarheimilisins Silfurtúns, Eiríksstaðanefnd, þjónustuhópi aldraðra og á landsþingi

Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samkvæmt 57. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Dalabyggðar

kýs sveitarstjórn þrjá fulltrúa í byggðarráð og jafnmarga til vara, tvo fulltrúa í stjórn Silfurtúns og tvo til

vara, samkvæmt samningi um rekstur dvalarheimilisins, og fimm fulltrúa og jafnmarga til vara í

Eiríksstaðanefnd. Í C-lið 57. gr. samþykktarinnar segir að um kosningu og tilnefningu fulltrúa í nefndir og

ráð sem leiða af samstarfi sveitarfélaga á Vesturlandi, Dalasýslu og Sambands íslenskra sveitarfélaga fari

eftir því sem lög, reglur og samþykktir segja til um. Kosning fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra

sveitarfélaga fellur augljóslega undir umræ tt ákvæ ði og telja verður að sama máli gegni um kjör fulltrúa í

þjónustuhóp aldraðra, sbr. 7. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999.

Í málum þar sem reynt hefur á túlkun 4. mgr. 40. gr. sveitarstjórnarlaga hefur ráðuneytið komist að þeirri

niðurstöðu að það veiti sveitarstjórn afdráttarlausa heimild til að skipta um fulltrúa í nefndum sem hún

kýs. Í áliti ráðuneytisins frá 13. júlí 1999 varðandi Grindavíkurbæ (ÚFS 1999:73) segir um ákvæ ðið að

það sé túlkað á þann veg að nefndarmenn í viðkomandi nefnd séu leystir frá störfum og kosið á ný í

nefndina. Hafi slík heimild verið talin nauðsynleg til að stuðla að betri starfsemi og skilvirkni í stjórnsýslu

sveitarfélaga og sé traust sveitarstjórna á nefndum sínum látið vega þyngra en hagsmunir þeirra

einstaklinga er þar sitja. Í áliti ráðuneytisins frá 13. apríl 2003 varðandi Skeggjastaðahrepp var

framangreindur skilningur staðfestur. Í því áliti var jafnframt tekið fram að lagaákvæ ðið yrði að túlka svo,

meðal annars í ljósi þess að í ákvæ ðinu er trúnaðarbrestur aðeins tilgreindur sem dæmi um ástæ ðu sem

veiti sveitarstjórn heimild til að skipta um fulltrúa í nefnd, að sveitarstjórn beri ekki skylda til þess að

tilgreina ástæ ðu þess að skipt er um fulltrúa í nefnd.

Þótt í ákvæ ðinu sé einungis minnst á nefndir telur ráðuneytið að túlka verði ákvæ ðið svo að það gildi

einnig um ráð og stjórnir sem sveitarstjórn kýs. Hins vegar næ r heimildin ekki til þess að afturkalla

umboð fulltrúa sveitarfélaga sem ekki eru kosnir beint af sveitarstjórn heldur til dæmis á aðalfundi félags,

sbr. álit ráðuneytisins frá 25. júní 1999 varðandi fulltrúa í stjórn Hitaveitu Suðurnesja (ÚFS 1999:57).

Að því er best verður séð af gögnum málsins kýs sveitarstjórn Dalabyggðar fulltrúa til allra þeirra

trúnaðarstarfa sem hin kæ rða samþykkt varðar með beinni kosningu. Verður að fallast á það með kæ rða

að 4. mgr. 40. gr. sveitarstjórnarlaga veiti sveitarstjórn heimild til að afturkalla umboð kæ randa til að

gegna þessum störfum. Þá telur ráðuneytið ljóst, með vísan til orðalags umræ dds ákvæ ðis og áðurnefnds

álits frá 13. apríl 2003, að ástæ ður sem lágu til grundvallar því að umboð kæ randa til nefndasetu var

afturkallað sæ ti ekki endurskoðun ráðuneytisins. Loks er það niðurstaða ráðuneytisins að ekki sé skilyrði

samkvæmt ákvæ ðinu að þau framboð sem stýra sveitarfélagi í krafti kosningaúrslita þurfi að standa

einhuga að slíkri ákvörðun heldur beri að túlka ákvæ ðið þannig að meiri hluti kjörinna fulltrúa á

sveitarstjórnarfundi, þar sem tillaga um afturköllun umboðs er til afgreiðslu, geti staðið að slíkri

ákvörðun. Í því máli sem hér er til úrlausnar stóðu þrír fulltrúar S-lista og tveir fulltrúar L-lista að hinni

kæ rðu samþykkt en tveir fulltrúar L-lista greiddu atkvæ ði á móti. Hefur það ekki áhrif á lögmæ ti hinnar

kæ rðu ákvörðunar að ekki var samstaða um málið innan L-listans, sem hlaut meiri hluta

sveitarstjórnarmanna í sveitarstjórnarkosningum 2002.

Kæ randi heldur því fram að stjórnsýslulög, nr. 37/1993, hafi verið brotin í máli þessu. Ráðuneytið getur

ekki fallist á þessa málsástæ ðu enda var með samþykkt tillögunnar ekki tekin stjórnvaldsákvörðun í

skilningi stjórnsýsluréttar. Stjórnsýslulög nr. 37/1993 gilda því ekki um hina kæ rðu ákvörðun enda varðar

hún innri málefni stjórnsýslu sveitarfélagsins.

C. Um málsmeðferð sveitarstjórnar

 

Kæ randi byggir á því að form hinnar kæ rðu samþykktar hafi verið ólögmæ tt og bendir á að málið hafi

ekki verið á dagskrá fundarins og tillagan ekki send með fundargögnum. Þá heyri málið ekki undir

sveitarstjórn þar sem fjallað hafi verið um störf kæ randa á öðrum vettvangi. Því hafi í raun verið fjallað

um annað mál en samþykkt hafi verið að ræ ða. Þá telur kæ randi að ekki sé unnt að skipta um oddvita og

fulltrúa í ráðum og nefndum með þeim hæ tti sem gert var. Kosningar þurfi að vera á dagskrá fundar, sbr.

11. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Dalabyggðar, auk þess sem ekki sé unnt að taka fyrir nema

eitt mál í einu í sveitarstjórn en með hinni kæ rðu tillögu hafi a.m.k. tvö mál verið afgreidd og feli þau í sér

sex aðskildar ákvarðanir.

Í sveitarstjórnarlögum er ekki fjallað um það hvort skylt sé að geta í fundarboði um fyrirhugaða

vantrauststillögu á oddvita. Sú staða getur komið upp án fyrirvara að oddviti njóti ekki lengur trausts

meiri hluta sveitarstjórnar, til dæmis vegna afstöðu hans til einstakra mála sem eru til afgreiðslu á

sveitarstjórnarfundi. Með vísan til þessa telur ráðuneytið óeðlilegt að túlka ákvæ ði laganna svo þröngt að

skylt sé að bíða til næ sta fundar með að afgreiða vantrauststillögu. Það sama á við um vantrauststillögu á

varaoddvita, að breyttu breytanda. Rétt er að benda á að skv. 15. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp

Dalabyggðar er einungis kosinn einn varaoddviti. Jafnframt verður að telja ljóst að ekki sé þörf á að leita

afbrigða, sbr. 20. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Dalabyggðar, til að leggja fram slíka tillögu

þótt hennar sé ekki getið í fundarboði, heldur beri tafarlaust að taka hana til afgreiðslu og greiða um hana

atkvæ ði, gerist þess þörf. Sama niðurstaða er óhjákvæmileg um heimild sveitarstjórnar til að skipta um

fulltrúa í nefndum skv. 4. mgr. 40. gr. sveitarstjórnarlaga. Eins og áður hefur komið fram telur ráðuneytið

að ástæ ður vantrausts á varaoddvita eða fulltrúa í nefndum og ráðum sæ ti ekki kæ ru til ráðuneytisins.

Engin ákvæ ði eru í sveitarstjórnarlögum eða samþykkt um stjórn og fundarsköp Dalabyggðar sem með

skýrum hæ tti mæ la fyrir um að sveitarstjórn skuli taka hvert mál fyrir sig til umfjöllunar og eftir atvikum

atkvæ ðagreiðslu. Þó má af ýmsum ákvæ ðum sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, ráða að um hvert mál skuli

fjallað sérstaklega og má þar í dæmaskyni nefna 19. og 20. gr. laganna. Í samþykkt um stjórn og

fundarsköp Dalabyggðar virðist einnig gert ráð fyrir því að hvert mál sé afgreitt sérstaklega, sbr. einkum

20., 23. og 29. gr. samþykktarinnar.

Það er niðurstaða ráðuneytisins að með samþykkt umræ ddrar tillögu á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar

18. nóvember sl. hafi nokkur mál verið afgreidd í einni samþykkt. Í fyrsta lagi var afturkallað umboð

kæ randa til að gegna embæ tti varaoddvita. Heimild til þess grundvallast á lögjöfnun frá 2. mgr. 14.

sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998. Samkvæmt lokamálslið þeirrar greinar skal oddvitakjör fara fram á ný

þegar oddviti hefur vikið sæ ti. Slík kosning er sérstakt mál og því skylt að afgreiða það sérstaklega. Þriðja

málið er sú ákvörðun sveitarstjórnar að skipta um fulltrúa í nefndum, ýmist með því að velja nýjan

fulltrúa í stað kæ randa eða láta varamann taka sæ ti hennar og velja nýja varamenn. Samkvæmt skýru

orðalagi 4. mgr. 40. gr. sveitarstjórnarlaga getur sveitarstjórn skipt um fulltrúa í nefndum hvenæ r sem er á

kjörtímabili nefndar. Ráðuneytið tekur undir þau sjónarmið kæ rða að af ákvæ ðinu megi ráða að ekki þurfi

að fara fram sérstök kosning í hverja nefnd fyrir sig í skilningi 11. gr. samþykktar sveitarfélagsins heldur

geti sveitarstjórn „ skipt um“ fulltrúa sína í öllum nefndum hvenæ r sem er á kjörtímabilinu. Fjórða málið

sem afgreitt var með tillögunni var ályktun um að óska eftir hluthafafundi í Hitaveitu Dalabyggðar þar

sem nýir aðilar yrðu kosnir í stjórn.

Oddviti stýrir fundum sveitarstjórnar í samræmi við 19. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp

Dalabyggðar. Með hliðsjón af því sem fram er komið er ljóst að fundarsköp krefjast þess að oddviti beri

hvert mál fyrir sig upp við sveitarstjórn. Það verður því að teljast ótæ k fundarstjórn að bera mörg mál upp

til atkvæ ða í einu lagi, ekki síst í ljósi þess að ágreiningur var um afgreiðsluna í sveitarstjórn. Svara þarf

því hvort þessi annmarki á málsmeðferð leiði til ógildingar ákvörðunar eða einungis til aðfinnslna.

Kæ randi bendir sérstaklega á að niðurstaða í atkvæ ðagreiðslu um tillögu oddvita sýni að hún hefði við

sérstaka kosningu hlotið næ gan styrk, þ.e. tvö atkvæ ði, til áframhaldandi setu í bæ ði byggðarráði og

Eiríksstaðanefnd. Ljóst er að eins og ákvæ ði 4. mgr. 40. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, er nú orðað er

sá möguleiki fyrir hendi að meiri hluti sveitarstjórnar geti misbeitt meirihlutavaldi sínu til þess að víkja

fulltrúum minni hlutans úr nefndum. Sá annmarki er jafnframt á umræ ddu ákvæ ði að þar er ekki kveðið á

um hvernig fari um kjör fulltrúa í stað þess sem vikið er úr nefnd. Félagsmálaráðherra hefur á

yfirstandandi löggjafarþingi lagt fram frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum þar sem

meðal annars er tekið á þessum atriðum. Það er niðurstaða ráðuneytisins að sveitarstjórn hafi verið heimilt

að gera þessar breytingar lögum samkvæmt. Sérstaklega skal bent á að kæ randi situr í sveitarstjórn fyrir

meiri hluta L-lista Samstöðu og því ekki um það að ræ ða í þessu tilviki að pólitískt kjörinn meiri hluti hafi

vikið fulltrúa minni hluta úr nefndum.

Þegar metið er hvort ógilda beri samþykkt sveitarstjórnar Dalabyggðar vegna annmarka á formi hennar

má hafa hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem gilda um ógildingu stjórnvaldsákvarðana. Í réttarframkvæmd

hér á landi hefur verið lagt til grundvallar að uppfylla þurfi þrjú skilyrði til að stjórnvaldsákvörðun sé

ógildanleg. Í fyrsta lagi þurfi ákvörðun að vera haldin annmarka að lögum, í öðru lagi þurfi annmarkinn

að teljast verulegur og í þriðja lagi er skilyrði að veigamikil rök mæ li því ekki í mót að ákvörðunin sé

ógilt. Þegar metið er hvort annmarkinn er verulegur er miðað við annað hvort almennan eða sérstakan

mæ likvarða. Með almennum mæ likvarða er átt við að réttarregla sú sem ekki var virt sé almennt talin til

þess fallin að auka öryggi fyrir því að efni stjórnvaldsákvörðunar sé bæ ði rétt og lögmæ tt. Með sérstökum

mæ likvarða er átt við að annmarki leiði aðeins til ógildingar hafi hann leitt til rangrar niðurstöðu í

viðkomandi máli. Í framkvæmd virðast dómstólar stundum feta veginn á milli þessara sjónarmiða með

þeim hæ tti að ef annmarki á meðferð máls telst almennt til þess fallinn að hafa áhrif á efni ákvörðunar

telst hún ógildanleg, nema sannanlegt sé að annmarkinn hafi í raun ekki haft áhrif á efni ákvörðunarinnar.

Eins og að framan er rakið var sá galli á hinni kæ rðu samþykkt að með henni voru nokkur mál afgreidd í

einu lagi þrátt fyrir að af lögum megi ráða að fjalla skuli sérstaklega um hvert mál. Það er niðurstaða

ráðuneytisins með hliðsjón af því sem áður er fram komið að annmarki þessi hafi ekki haft áhrif á efni

ákvörðunarinnar þótt hann sé vissulega aðfinnsluverður. Þriðja skilyrði ógildingar kemur því ekki til

skoðunar.

Það er því niðurstaða ráðuneytisins að ekki hafi verið gæ tt réttra fundarskapa við afgreiðslu sveitarstjórnar

á hinni kæ rðu samþykkt. Þessi annmarki veldur því þó ekki að samþykktin sé ógildanleg.

Vegna mikilla anna í ráðuneytinu hefur dregist að kveða upp úrskurð í málinu.

ÚRSKURÐARORÐ

 

Hafnað er kröfu kæ randa, Guðrúnar Jónu Gunnarsdóttur, um að ráðuneytið ógildi samþykkt

sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 18. nóvember 2003 um að lýsa vantrausti á varaoddvita og skipta um

fulltrúa í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins.

F. h. r.

Guðjón Bragason (sign.)

G. Dýrleif Kristjánsdóttir (sign.)

26. maí 2004 - Dalabyggð - Vantraust á varaoddvita, skipti á fulltrúum í nefndum, fundarstjórn (PDF)




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta