Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Tunguhreppur - Heimild hreppsnefndar til að skipa hreppsnefndarmenn eða maka þeirra í skólanefnd

Kári Ólason                                                                                                  24. apríl 1996                                          96040055

Árbakka, Tunguhreppi                                                                                                                                                       1001

701 Egilsstaðir

 

 

 

 

           Vísað er til erindis yðar til ráðuneytisins, dagsett 17. apríl 1996, varðandi skipan skólanefndar í Brúarási, Hlíðarhreppi. Í erindinu er spurst fyrir um hvort það standist lög að hreppsnefndir skipi hreppsnefndarmenn eða maka hreppsnefndarmanna í skólanefndir og hvort slíkt sé eðlilegt.

 

           Um skipan skólanefndar grunnskóla eru m.a. ákvæði í 13. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995. Í 1. mgr. 13. gr. segir svo m.a.: “Skólanefnd skal kosin af hlutaðeigandi sveitarstjórn eða sveitarstjórnum í upphafi hvers kjörtímabils.” Um verkefni skólanefndar er síðan fjallað á nokkrum stöðum í lögunum og má nefna 12. gr. þeirra sem dæmi.

 

           Í 1. mgr. 43. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 er svohljóðandi ákvæði: “Kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn og varamönnum þeirra er skylt að taka kjöri í nefnd, ráð eða stjórn á vegum sveitarfélagsins.” Samkvæmt þessu er sveitarstjórnarmanni skylt að taka kjöri ef sveitarstjórn kýs hann í einhverja nefnd á sínum vegum. Gert er því beinlínis ráð fyrir að sveitarstjórnarmenn geti setið í nefndum á vegum sveitarstjórnar.

 

           Með hliðsjón af ákvæðum grunnskólalaga nr. 66/1995 og sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 telur ráðuneytið að skólanefnd og hreppsnefnd séu ekki tvö stjórnsýslustig, heldur er skólanefnd starfsnefnd á vegum hreppsnefndar og er hún kjörin á grundvelli 1. mgr. 57. gr. sveitarstjórnarlaga og 13. gr. laga um grunnskóla.

 

           Með vísan til þessa telur ráðuneytið að sveitarstjórn sé heimilt að skipa hreppsnefndarmenn í skólanefnd. Jafnframt er ekki að finna í lögum um grunnskóla og/eða sveitarstjórnarlögum ákvæði er útiloka maka hreppsnefndarmanns frá því að vera kjörinn í skólanefnd.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 

 

 

 

 

 

Samrit:  Katrín Ásgeirsdóttir, Hrólfsstöðum, Jökuldalshreppi, 701 Egilsstaðir.

 

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta