Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Heimild til að sameina skólanefnd grunnskóla, tónlistarskóla og leikskóla.

Grein

Skólaskrifstofa Suðurlands                                  6. janúar 1997                                                    96120064

Jón Hjartarson                                                                                                                                             1000

Austurvegi 2

800 Selfoss

 

 

             Félagsmálaráðuneytinu barst þann 23. desember 1996 bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 12. sama mánaðar, þar sem framsent er erindi yðar frá 21. nóvember 1996. Í erindinu er óskað eftir “úrskurði um það, hvort sveitarstjórnum sé heimilt að slá saman skólanefnd grunnskóla við skólanefnd tónlistarskóla og/eða leikskóla og kalla þessa samsláttarnefnd t.d. fræðslunefnd.”

 

             Í 1. mgr. 58. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 segir svo:

             “Heimilt er sveitarstjórn að sameina nefndir þannig að ein nefnd fari með verkefni á fleiri en einu sviði þótt svo sé kveðið á í lögum að kjósa skuli sérstaka nefnd til þess að fara með tiltekin verkefni.”

 

             Jafnframt segir svo m.a. í athugasemdum með 58. gr. frumvarps til sveitarstjórnarlaga:

             “Hér er sveitarstjórn heimilað að sameina nefndir, en fjöldi lögbundinna nefnda hjá sveitarfélögum er í mörgum tilvikum of mikill að mati sveitarstjórnarmanna.”

 

             Félagsmálaráðuneytið telur ljóst af framangreindu lagaákvæði að sveitarstjórnum sé heimilt að sameina nefndir með þeim hætti sem um getur í fyrirspurn yðar. Eru þess nú þegar fjölmörg dæmi hjá sveitarfélögum og kemur sú skipan fram í samþykkt um stjórn og fundarsköp viðkomandi sveitarfélags, sbr. 49. gr. sveitarstjórnarlaga.

 

             Ráðuneytið vill jafnframt taka sérstaklega fram vegna fyrirspurnar yðar, að það telur að ákvæði sérlaga varðandi áheyrnarfulltrúa, t.d. laga um grunnskóla, gildi áfram þrátt fyrir sameiningu nefnda. Þannig eiga t.d. fulltrúar kennara, skólastjóra og foreldra rétt til setu á fundum fræðslunefndar þegar fjallað er þar um málefni grunnskóla, sbr. 13. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta