Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Ísafjarðarbær - Hæfi aðalbókara sveitarfélagsins til setu í félagsmálanefnd og hæfi stundakennara til setu í fræðslunefnd

Ísafjarðarbær                                                           28. september 1998                                          98090078

Þorleifur Pálsson bæjarritari                                                                                                                      1001

Stjórnsýsluhúsinu

400 Ísafirði

 

 

 

 

 

             Vísað er til erindis yðar til félagsmálaráðuneytisins, dagsett 1. september sl., þar sem óskað er eftir áliti ráðuneytisins um hæfi tveggja starfsmanna sveitarfélagsins til setu í nefndum.

 

             Þeir einstaklingar sem um er að ræða eru Jóhanna Eyfjörð sem sæti á í félagsmálanefnd og er jafnframt aðalbókari í Ísafjarðarbæ og Birna Lárusdóttir sem sæti á í fræðslunefnd og er jafnframt stundakennari við Grunnskóla Þingeyrar og er með forfallakennslu, en auk þessa er Birna forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

 

             Í 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 er svohljóðandi ákvæði: “Starfsmenn fyrirtækja og stofnana sveitarfélags eru ekki kjörgengir í nefndir, ráð og stjórnir þeirra fyrirtækja eða stofnana er þeir starfa hjá.“

 

             Með hliðsjón af framangreindu ákvæði telur ráðuneytið að starf aðalbókara hjá Ísafjarðarbæ sé ekki ósamrýmanlegt setu í félagsmálanefnd, enda fellur það starf ekki undir valdsvið félagsmálanefndar. Jóhanna Eyfjörð er því kjörgeng í félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar.

 

             Hins vegar telur ráðuneytið ljóst að kennari við grunnskóla starfar hjá stofnun sveitarfélagsins sem heyrir undir verksvið skólanefndar. Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar fer með verkefni skólanefndar grunnskóla og með vísan til orðalags 42. gr. sveitarstjórnarlaga telur ráðuneytið að kennari geti ekki verið kjörinn fulltrúi í fræðslunefndinni. Birna Lárusdóttir er því ekki kjörgeng í fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta