Vestmannaeyjabær - Skylda nefnda til að halda gerðabækur
Oddur Júlíusson 30. mars 1999 99030087
Brekastíg 7B 1001
900 Vestmannaeyjar
Vísað er til erindis yðar til félagsmálaráðuneytisins, dagsett 22. þ.m., þar sem óskað er eftir áliti ráðuneytisins á því hvort ráð og nefndir sem sveitarstjórnir kjósa skuli halda gerðabækur.
Af því tilefni skal bent á ákvæði 1. mgr. 48. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, en þar segir svo:
"Nefndir, ráð og stjórnir á vegum sveitarfélags skulu halda gerðabók sem fundargerðir eru færðar í. Fundargerðir nefnda skal skrá með sams konar hætti og fundargerðir sveitarstjórna, sbr. 23. gr."
Ljóst er því samkvæmt ákvæðinu að ráðum og nefndum sveitarfélaga er skylt að færa fundargerðir í gerðabók sína.
F. h. r.
Sesselja Árnadóttir (sign.)
Guðjón Bragason (sign.)