Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Gerðahreppur - Hæfi nefndarmanna til þáttöku í nefndarstörfum leikskólanefndar

Guðjón H. Arngrímsson                                                        7. júlí 1999                                                                  99060041

Móum                                                                                                                                                                                  1001

250 Garður

 

 

 

 

          Vísað er til erindis yðar til félagsmálaráðuneytisins, dagsett 22. júní sl., þar sem óskað er eftir að ráðuneytið kanni hæfi nefndarmanna til þátttöku í nefndarstörfum leikskólanefndar Gerðahrepps.

 

          Tekið er fram að á fundum leikskólanefndarinnar sitji þrír kjörnir fulltrúar hreppsnefndar, fulltrúi starfsmanna leikskólans, fulltrúi foreldra og rekstraraðili leikskólans (verktaki).  Eru fyrst og fremst gerðar athugasemdir við setu hinna þriggja síðasttöldu á nefndarfundunum og einnig teljið þér að ekkert faglegt eftirlit sé með starfsemi leikskóla í Gerðahreppi eins og skylt sé samkvæmt reglugerð nr. 225/1995.

 

          Í 9. gr. laga um leikskóla nr. 78/1994 segir meðal annars svo:  „Leikskólanefnd, kjörin af sveitarstjórn, fer með málefni leikskóla í umboði sveitarstjórnar.  Einn fulltrúi starfsfólks leikskóla og einn fulltrúi foreldra leikskólabarna eiga rétt til setu á fundum leikskólanefndar með málfrelsi og tillögurétti.“

 

          Ljóst er því að fulltrúar starfsfólks og foreldra eiga lögvarinn rétt til setu á fundum leikskólanefndar.  Ekki er hins vegar gert ráð fyrir að leikskólastjórar eða verktaki sem sér um rekstur leikskóla eigi slíkan lögvarinn rétt.  Á það skal hins vegar bent að samkvæmt  51. gr. samþykktar um stjórn Gerðahrepps og fundarsköp hreppsnefndar nr. 266/1991 getur nefnd á vegum hreppsins kvatt á sinn fund einstaka starfsmenn hreppsins og jafnframt boðið aðila að koma á sinn fund til viðræðna um tiltekin mál.  Þannig er fyrir hendi heimild fyrir leikskólanefnd að kalla til verktaka sem sér um rekstur leikskóla til viðræðna og til að veita upplýsingar þegar þörf er á því.

 

          Hvað varðar frammistöðu nefndarinnar við eftirlit með starfsemi leikskóla verður að vísa til menntamálaráðuneytisins, en það ráðuneyti fer með yfirstjórn þeira mála sem lög um leikskóla nr. 78/1994 taka til og skal það ráðuneyti jafnframt gæta þess að farið sé eftir ákvæðum sem lögin og reglugerð með þeim mæla fyrir um, sbr. 3. gr. laganna.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta