Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Seltjarnarneskaupstaður - Lögmæti skipunar starfshóps til að vinna að deiliskipulagi, fundargerðir

Guðrún Helga Brynleifsdóttir
5. apríl 2004
FEL03100061/1001

Bollagörðum 61

170 SELTJARNARNES

Vísað er til erindis yðar, dags. 15. október 2003, þar sem þér óskið eftir áliti ráðuneytisins á

lögmæti ákvörðunar skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarneskaupstaðar frá 9. júlí

2003 að skipa starfshóp vegna skipulags Hrólfsskálamels og Suðurstrandar.

Nokkuð hefur dregist að afgreiða erindi yðar en sú töf skýrist hvoru tveggja af frestum

aðila við að leggja fram athugasemdir og annríki í ráðuneytinu. Ráðuneytið sendi erindi

yðar til umsagnar Seltjarnarneskaupstaðar, með bréfi, dags. 20. október 2003, og sama dag

til umsagnar Skipulagsstofnunar. Ráðuneytinu barst umsögn Seltjarnarneskaupstaðar,

ásamt fylgiskjölum I-III, með bréfi, dags. 25. nóvember 2003, og umsögn

Skipulagsstofnunar með bréfi, dags. 28. október 2003. Frekari athugasemdir frá yður bárust

ráðuneytinu með bréfi, dags. 16. desember 2003. Loks bárust viðbótarathugasemdir

sveitarfélagsins ráðuneytinu með bréfi, dags. 9. febrúar 2004.

Í erindi yðar er óskað eftir áliti ráðuneytisins á svohljóðandi ákvörðun skipulags- og

mannvirkjanefndar sem tekin var á fundi 9. júlí 2003:

„Bæjarstjórn hefur falið skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarness gerð deiliskipulags

og hönnun Hrólfsskálamels og Suðurstrandar á forsendum tillögu 1A frá

ráðgjafafyrirtækjunum ALTA/CPP og á grundvelli skipulagslaga. Tillaga 1A var samþykkt

í skipulagsnefnd 22. maí 2003 og í bæjarstjórn 28. maí 2003.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að skipa þriggja manna starfshóp um verkefnið.

Í hópnum sitji tveir fulltrúar meirihluta og einn fulltrúi minnihluta. Bæjarstjóri sitji

jafnframt fundi starfshópsins. Byggingarfulltrúi verði starfsmaður hópsins.

Starfshópurinn leggur tillögur sínar fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd.“

Einkum er byggt á því í erindi yðar að með skipun starfshópsins hafi skipulags- og

byggingarnefnd framselt lögboðin verkefni sín til starfshóps án heimilda í lögum og

samþykkt um stjórn og fundarsköp Seltjarnarneskaupstaðar, nr. 508/2002. Jafnframt hafi

með þessari tilhögun verið hallað á rétt fulltrúa í skipulags- og mannvirkjanefnd, sem þeir

hafa lögum samkvæmt, til ákvarðanatöku og umfjöllunar um málið.

Í athugasemdum Seltjarnarneskaupstaðar er einkum vísað til langrar og athugasemdalausrar

venju fyrir stofnun starfshópa um margvísleg málefni hjá sveitarfélaginu og einnig þess að í

verkefnum starfshópsins felist ekki framsal á lögboðnum valdheimildum skipulags- og

mannvirkjanefndar. Hópurinn hafi ekki sérstakt ákvörðunarvald um framkomnar

hugmyndir um skipulag svæðisins enda verði öll vinna hópsins lögð fyrir skipulags- og

mannvirkjanefnd, sem og tillögur hans.

Athugasemdir aðila verða ekki raktar nánar í sérstakri umfjöllun en einstökum atriðum

þeirra verða gerð skil í áliti ráðuneytisins eins og tilefni er til.

Álit ráðuneytisins.

 

Ráðuneytið telur skilyrði vera fyrir hendi að taka erindi yðar til athugunar á grundvelli 102.

gr. sveitarstjórnarlaga. Ákvæ ði laga sem koma til skoðunar að hálfu ráðuneytisins eru

einkum ákvæ ði III. og IV. kafla sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, svo og ákvæ ði skipulagsog

byggingarlaga, nr. 73/1997. Jafnframt koma til skoðunar ákvæ ði samþykktar um stjórn

og fundarsköp Seltjarnarneskaupstaðar, nr. 508/2002, einkum ákvæ ði III. kafla um réttindi

og skyldur bæ jarstjórnarmanna og IV. kafla um nefndir, ráð og stjórnir.

Í 44. gr. sveitarstjórnarlaga er fjallað um hlutverk og valdsvið nefnda, þ.á m. reglur sem

gilda um valdframsal í stjórnkerfi sveitarfélaga. Sveitarstjórn úthlutar nefndum valdsviði í

samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélags. Sveitarstjórn getur jafnframt framselt

nefndum vald til töku fullnaðarákvarðana. Sveitarstjórnarlög kveða ekki á um að nefndir

hafi sambæ rilegar heimildir til framsals ákvörðunarvalds og telur ráðuneytið ljóst að

valdframsali nefnda til einstakra nefndarmanna eða hluta þeirra séu verulegar skorður settar

lögum samkvæmt.

Ráðuneytið telur að ákvarðanir nefnda sveitarfélaga um að skipa starfshópa um einstök

málefni verði ekki gerðar á grundvelli 7. mgr. 40. gr. sveitarstjórnarlaga um heimild

sveitarstjórnar til að kjósa nefndir til að vinna að einstökum afmörkuðum verkefnum. Til

hliðsjónar er bent á úrskurð ráðuneytisins frá 9. ágúst 1996 (ÚFS 1996:112) þar sem fjallað

er um heimildir sveitarstjórnar við skipun nefnda samkvæmt sambæ rilegu ákvæ ði eldri

sveitarstjórnarlaga, nr. 8/1986, m.a. út frá lögboðnu valdsviði nefnda á vegum

sveitarfélagsins.

Ráðuneytið telur mikilvæ gt að gerður sé greinarmunur á framsali ákvörðunarvalds í

skilningi 44. gr. sveitarstjórnarlaga og starfsheimildum nefnda á úthlutuðu valdsviði þeirra

samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Innan ákvarðaðs valdsviðs ber nefnd að vinna að

málum í samræmi við ákvæ ði laga og sjónarmiða um góða stjórnsýsluhæ tti. Einn þáttur af

þessum skyldum er að sjá til þess að mál séu undirbúin næ gjanlega áður en þau koma til

endanlegrar afgreiðslu nefndar.

Algengt er að nefndir óski eftir eða feli einstökum nefndarmönnum, t.a.m. formanni

nefndar eða hluta nefndarmanna, að sinna tilteknum verkefnum milli funda. Þessi skipan er

venjuhelguð í stjórnsýslu sveitarfélaga og lögbundin í ákveðnum tilfellum, sbr. til dæmis

lokamálsgrein 22. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, um skyldu formanns nefndar til að

rökstyðja ákvörðun þegar sérstakur rökstuðningur er ekki samþykktur á fundi nefndar. Án

þess að unnt sé að alhæ fa um ástæ ður þessara heimilda má benda á sjónarmið um

hagkvæmni og skilvirkni stjórnsýslunnar, svo sem til að auka málshraða og tryggja

fullnæ gjandi undirbúning áður en kemur til málsmeðferðar á fundi nefndar.

Ráðuneytið telur það vera eðlilegt sjónarmið við skipun í starfshópa að pólitískt væ gi í

nefnd sé endurspeglað eins og unnt er í hópnum. Eðli málsins samkvæmt takmarkast þó

möguleikar til að gæ ta fulls samræmis ef í starfshópi eru fæ rri fulltrúar en í viðkomandi

nefnd. Í erindi yðar er gerð sérstök athugasemd við það að í samþykkt skipulags- og

byggingarnefndar er gert ráð fyrir því að bæ jarstjóri sitji fundi starfshópsins. Teljið þér að

með því hafi meirihluti bæ jarstjórnar í reynd þrjá fulltrúa í starfshópnum á móti einum

fulltrúa minnihlutans. Eins og réttilega er bent á í umsögn lögmanns

Seltjarnarneskaupstaðar er í 54. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins að

finna almenna heimild til handa bæ jarstjóra að sitja fundi nefnda með áheyrnar- og

tillögurétt. Með vísan til þessa er ekki unnt að fallast á að samþykkt skipulags- og

byggingarnefndar feli í sér óeðlilega breytingu á pólitísku hlutfalli fulltrúa í starfshópnum

miðað við atkvæ ðavæ gi í nefndinni.

Ákvarðanir um skipun starfshóps eða ákvörðun nefndar um að fela einstökum

nefndarmönnum verkefni milli funda eru ekki síst teknar þegar umfangsmikil eða flókin

verkefni koma til afgreiðslu nefndar. Nefnd getur þá ákveðið að gefa hluta nefndarmanna

fæ ri á að kynna sér og hafa áhrif á mál á undirbúningsstigi, til dæmis í þeim tilgangi að

þekking og aðkoma nefndarmanna að undirbúningi máls nýtist þegar það kemur til

afgreiðslu á nefndarfundi. Í slíkri skipan þarf hvorki að felast framsal á ákvörðunarvaldi né

takmörkun á valdsviði nefndar. Í vafatilvikum, eins og því sem hér er til skoðunar, þarf að

kanna á hvaða grundvelli starfshópi er komið á fót og hvort um viðkomandi nefnd gildi

einhverjar sérreglur.

Skipulags- og mannvirkjanefnd er ein af föstum nefndum Seltjarnarneskaupstaðar og skv.

3. tölul. 51. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins fer hún m.a. með

byggingar- og skipulagsmál skv. 6. gr. skipulags- og byggingarlaga, nr. 73/1997.

Starfshópurinn, sem um er deilt í málinu, gegnir ákveðnu hlutverki samkvæmt skipulagsog

byggingarlögum, sbr. áður tilvitnaða ákvörðun skipulags- og mannvirkjanefndar. Var af

þessum sökum aflað álits Skipulagsstofnunar um þá hlið málsins er snýr að ákvæ ðum

skipulags- og byggingarlaga.

Sérstaklega óskaði ráðuneytið eftir því að Skipulagsstofnun veitti álit sitt á því hvort skipun

starfshópsins samræmdist ákvæ ðum skipulags- og byggingarlaga, sbr. einkum það álitaefni

hvort hópnum væ ri framselt vald nefndarinnar. Í umsögn Skipulagsstofnunar kemur fram

að í skipulags- og byggingarlögum sé ekki að finna ákvæ ði um skipan starfshópa

skipulagsnefnda. Jafnframt kemur fram það álit stofnunarinnar að samkvæmt ákvörðun

skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarneskaupstaðar eigi starfshópurinn að leggja

tillögur sínar fyrir nefndina, en hún fer með skipulagsmál samkvæmt skipulags- og

byggingarlögum í umboði bæ jarstjórnar. Ráðuneytið telur ljóst að umsögn

Skipulagsstofnunar feli í sér það álit stofnunarinnar að ákvörðun skipulags- og

mannvirkjanefndar Seltjarnarneskaupstaðar um skipan starfshópsins fari ekki í bága við

ákvæ ði skipulags- og byggingarlaga.

Ráðuneytið telur í samræmi við framangreinda umfjöllun um valdsvið nefnda, umsögn

Skipulagsstofnunar og skýrt orðalag ákvörðunar skipulags- og mannvirkjanefndar um að

tillögur hópsins skuli lagðar fyrir nefndina, að ákvörðunin feli ekki í sér framsal á lögboðnu

valdi nefndarinnar sem stríði gegn ákvæ ðum sveitarstjórnarlaga eða samþykktar um stjórn

og fundarsköp Seltjarnarneskaupstaðar. Er þá einnig horft til þess að bæ jarstjórn samþykkti

á fundi sínum 28. maí 2003 að fela skipulags- og mannvirkjanefnd gerð deiliskipulags

Hrólfsskálamels og Suðurstrandar út frá forsendum ákveðinnar tillögu frá

ráðgjafarfyrirtæ kjum. Hefur bæ jarstjórn ekki gert athugasemd við þá ákvörðun

nefndarinnar að skipa sérstakan starfshóp til að vinna tillögur um þetta afmarkaða verkefni

í umboði hennar.

Í erindi yðar er því haldið fram að hallað sé á rétt fulltrúa í skipulags- og mannvirkjanefnd

til ákvarðanatöku og umfjöllunar um þau málefni sem starfshópurinn á að vinna að. Þar

sem ráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að starfshópurinn hafi ekki fengið

framselt ákvörðunarvald skipulags- og mannvirkjanefndar verður að telja að nefndarmenn

hafi sömu eða sambæ rilegar heimildir til að fjalla um viðfangsefni starfshópsins og þeir

hafa um önnur mál sem falla undir valdsvið nefndarinnar.

Það er því álit ráðuneytisins að skipun starfshóps á vegum skipulags- og mannvirkjanefndar

Seltjarnarneskaupstaðar feli ekki í sér takmarkanir á réttindum sem einstakir nefndarmenn

hafa samkvæmt lögum og samþykkt um stjórn og fundarsköp Seltjarnarneskaupstaðar.

Ráðuneytið vill þó koma á framfæ ri þeirri skoðun sinni, að jafnvel þótt hópurinn sé ekki

eiginleg nefnd í stjórnkerfi Seltjarnarneskaupstaðar sé rétt að skrá fundargerðir á fundum

starfshópsins í samræmi við meginreglu 48. gr. sveitarstjórnarlaga. Slík skráning verður að

teljast nauðsynleg til að tryggja eðlilegt upplýsingastreymi til nefndarmanna í skipulags- og

mannvirkjanefnd um undirbúningsvinnu málsins.

Með vísan til þess sem að framan er rakið telur ráðuneyti að öðru leyti ekki ástæ ðu til að

gera athugasemdir við ákvörðun skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarneskaupstaðar

um skipan starfshóps vegna skipulags Hrólfsskálamels og Suðurstrandar.

F. h. r.

Guðjón Bragason (sign.)

Dýrleif Kristjánsdóttir (sign.)

Afrit:

Seltjarnarneskaupstaður

Skjal fyrir Acrobat Reader

5. apríl 2004 - Seltjarnarneskaupstaður - Lögmæti skipunar starfshóps til að vinna að deiliskipulagi, fundargerðir

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta