Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Bolungarvíkurkaupstaður - Seta forseta bæjarstjórnar á fundum bæjarráðs

Elías Jónatansson, bæjarfulltrúi
21. júlí 2006
FEL06070022

Grænuhlíð 19

415 Bolungarvík

Vísað er til erindis yðar, dags. 5. júlí 2006, varðandi heimild forseta bæjarstjórnar til setu á fundum

bæjarráðs án þess að hafa verið til þess kjörinn. Ráðuneytinu hefur ekki borist fyrirspurn frá

Bolungarvíkurkaupstað um sama efni, sbr. fyrsta lið fyrirspurnar yðar.

Í 47. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 segir svo um réttindi og skyldur fulltrúa í nefndum, ráðum og

stjórnum: “Ákvæði II. og III. kafla laga þessara gilda að öðru leyti um fulltrúa í nefndum, ráðum og

stjórnum á vegum sveitarfélags eftir því sem við á.” Í 29. gr. laganna segir jafnframt svo:“Aðalmenn í

sveitarstjórnum hafa málfrelsi á fundum sveitarstjórna eftir því sem nánar er ákveðið í fundarsköpum.

Þeir hafa og tillögurétt, atkvæðisrétt og kjörgengi í nefndir.”

Rétt er að skýra framangreind ákvæði svo að þeir einir bæjarfulltrúar hafi seturétt á fundum nefnda með

málfrelsi og tillögurétt sem eru kjörnir fulltrúar í viðkomandi nefnd eða eru áheyrnarfulltrúar samkvæmt

lögum eða samþykkt sveitarstjórnar. Auk kjörinna fulltrúa hefur framkvæmdastjóri sveitarstjórnar slík

réttindi, sbr. ákvæði 55. gr. sveitarstjórnarlaga, en þar segir: “Framkvæmdastjóri sveitarfélags skal sitja

fundi sveitarstjórnar og hefur hann þar málfrelsi og tillögurétt en eigi atkvæðisrétt nema hann sé kjörinn

fulltrúi í sveitarstjórninni. Hann hefur og rétt til setu á fundum nefnda sveitarfélags með sömu

réttindum.”Rétt er þó að taka fram að í 3. mgr. 46. gr. sveitarstjórnarlaga er nefndum og ráðum

sveitarfélaga heimilað að kalla á sinn fund starfsmenn sveitarfélagsins sem og aðra aðila til viðræðna um

tiltekin mál.

Samkvæmt framansögðu er ljóst að forseti bæjarstjórnar hefur ekki stöðu sinnar vegna rétt til að taka sér

einhliða setu á fundum bæjarráðs sem áheyrnarfulltrúi. Bæjarráð getur hins vegar ákveðið að boða hann á

einstaka fundi til viðræðna um tiltekin mál.

Fyrir hönd ráðherra

Guðjón Bragason (sign.)

Stefanía Traustadóttir (sign.)

21. júlí 2006 - Bolungarvíkurkaupstaður - Seta forseta bæjarstjórnar á fundum bæjarráðs (PDF)




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta