Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Vestur-Landeyjahreppur - Skylda hreppsnefndarmanns til að svara spurningum oddvita

Vestur-Landeyjahreppur 14. maí 1998 98010001

Eggert Haukdal oddviti 1001

Félagsheimilinu Njálsbúð

861 Hvolsvöllur

Vísað er til erindis yðar til félagsmálaráðuneytisins, dagsett 22. apríl 1998, þar sem leitað er “aðstoðar ráðuneytisins til að fá svör frá Hirti Hjartarsyni.“

Í 1. mgr. 41. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 er sveitarstjórnarmönnum veittur mjög víðtækur réttur til að fá gögn og réttar upplýsingar um rekstur síns sveitarfélags og í lögunum er ekki að finna sérstaka heimild fyrir oddvita til að takmarka þann rétt.

Í sveitarstjórnarlögum er hins vegar ekki að finna nein ákvæði sem skylda einstaka sveitarstjórnarmenn til að upplýsa um skoðanir sínar í tilteknum málum eða upplýsa um ástæður fyrir skoðunum sínum.

Með vísan til þess er ljóst að ráðuneytið hefur engar heimildir til að knýja einstaka sveitarstjórnarmenn um slík svör. Hins vegar hefur ráðuneytið samkvæmt sveitarstjórnarlögum heimildir til að knýja á um að fylgt sé ákvæðum þeirra laga, m.a. um upplýsingaskyldu um fjármál sveitarfélagsins.

F. h. r.

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

Afrit: Hjörtur Hjartarson.




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta