Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Skorradalshreppur - Um stöðu sveitarfélagsins varðandi skyldubundna sameiningu

Jón Jakobsson                                                       29. apríl 1998                                                     98020026

Dagverðarnesi, Skorradalshreppi                                                                                                1031-3505

301 Borgarnes

 

 

 

             Vísað er til erindis yðar og Ingerar Helgadóttur, dagsett 23. apríl 1998, varðandi hvort 107. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 eigi við um Skorradalshrepp ef úrskurður Hagstofu Íslands verður á þá lund að íbúar Skorradalshrepps hafi verið undir 50 þann 1. desember 1997.

 

             Í 2. mgr. 5. gr. sveitarstjórnarlaga segir m.a. svo: “Nú hefur íbúafjöldi sveitarfélags verið lægri en 50 í þrjú ár samfleytt og skal ráðuneytið þá eiga frumkvæði að því að sameina það nágrannasveitarfélagi.“ Um fyrirkomulag slíkrar sameiningar er síðan fjallað í 107. gr. laganna.

 

             Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands voru íbúar í Skorradalshreppi færri en 50 þann 1. desember 1995 og 1. desember 1996. Þær íbúatölur gilda fyrir tvö ár. Verði niðurstaða Hagstofu Íslands sú að íbúar í sveitarfélaginu hafi verið færri en 50 þann 1. desember 1997, hefur íbúafjöldi fyrir eitt ár enn bæst við. Þar með telur ráðuneytið að skilyrði 2. mgr. 5. gr. sveitarstjórnarlaga hafi verið uppfyllt, þ.e. að íbúafjöldi sveitarfélagsins hafi verið lægri en 50 í þrjú ár samfleytt.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta