Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Borgarbyggð - Stofnun Þróunarsjóðs Þverárhlíðar skömmu fyrir sameiningu fjögurra sveitarfélaga

Borgarbyggð                                              4. apríl 2000                        Tilvísun: FEL00030025/1001

Stefán Kalmansson, bæjarstjóri

Borgarbraut 11

310 Borgarnes

 

 

        Vísað er til erindis yðar til félagsmálaráðuneytisins, dagsett 8. mars sl., þar sem óskað er eftir áliti ráðuneytisins á því hvort stofnun Þróunarsjóðs Þverárhlíðar skömmu fyrir sameiningu fjögurra sveitarfélaga 1998 í sveitarfélagið Borgarbyggð fái staðist en í þann sjóð runnu fjármunir úr sveitarsjóði Þverárhlíðarhrepps. Einnig er spurst fyrir um hvort Borgarbyggð geti gert kröfu um yfirráð yfir þessum sjóði þrátt fyrir ákvæði skipulagsskrár sjóðsins

 

        Í 92. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 er sérstakt ákvæði um fjárhagslegar ráðstafanir sveitarstjórna eftir samþykkt sameiningartillögu. Þar er gert ráð fyrir að hafi slík tillaga verið samþykkt sé sveitarstjórnum viðkomandi sveitarfélaga óheimilt að skuldbinda sveitarsjóði eða samþykkja greiðslur úr sveitarsjóði sem ekki leiðir af lögum, fjárhagsáæltun eða fyrri samþykkt sveitarstjórnar nema allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir samþykki slíka ráðstöfun.

 

        Sveitarstjórnarlög nr. 45/1998 höfðu ekki öðlast gildi er fyrrgreind sameining sveitarfélaga átti sér stað í júní 1998. Um þá sameiningu giltu sveitarstjórnarlög nr. 8/1986. Í þeim lögum var ekki að finna samskonar ákvæði og nú er í 92. gr. laga nr. 45/1998. Ekki voru því á þeim tíma í lögum ákvæði er takmörkuðu sérstaklega valdsvið sveitarstjórna eftir að tillaga um sameiningu hafði verið samþykkt.

 

        Er það því niðurstaða ráðuneytisins að í gögnum málsins sé ekki að finna atvik er leitt geta til þess að stofnun Þróunarsjóðs Þverárhlíðar og skipulagsskrá hans frá 5. maí 1998 teljist ógild á grundvelli sveitarstjórnarlaga.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta