Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Héraðsnefnd Eyjafjarðar - Ábyrgð og hlutverk héraðsnefndar gagnvart tilteknum byggðasamlögum

Héraðsnefnd Eyjafjarðar                                         12. maí 2000             Tilvísun: FEL00040071/1001

Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri

Strandgötu 29

600 Akureyri

 

 

 

        Vísað er til erindis yðar til ráðuneytisins, dagsett 17. apríl sl., varðandi héraðsnefndir, ábyrgð þeirra og hlutverk.

 

        Þess ber fyrst að geta að ráðuneytið telur að 82.-86. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 geti ekki átt við um héraðsnefndir þar sem orðalag greinanna varðar eingöngu byggðasamlög.

 

        Með erindinu fylgdu stofnsamningar annars vegar um Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs. og hins vegar um Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar bs.

 

        Í báðum samningunum er skýrt hverjir eru aðilar þeirra. Aðilar að Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs. eru 12 sveitarfélög og aðilar að Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar bs. eru 15 sveitarfélög. Héraðsnefnd Eyjafjarðar er ekki aðili að þessum byggðasamlögum. Héraðsnefndin er samstarfsvettvangur þeirra sveitarfélaga sem að henni standa, sbr. 81. gr. sveitarstjórnarlaga. Héraðsnefndinni er hins vegar falið að kjósa stjórn Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs., afgreiða fjárhagsáætlun byggðasamlagsins og afgreiða ársreikninga þess. Héraðsnefndinni er einnig falið að kjósa að hluta stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs.

 

        Ráðuneytið telur ljóst af framangreindu að aðildarsveitarfélög framangreindra byggðasamlaga beri ábyrgð á rekstri byggðasamlaganna. Héraðsnefndin ber ekki aðra ábyrgð en þá sem tilgreind er í samningum viðkomandi byggðasamlaga eða í samþykktum fyrir héraðsnefndina. Héraðsnefndin ber þannig ábyrgð á að hún kjósi stjórnir byggðasamlaganna og á að fjárhagsáætlun og ársreikningar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. séu afgreiddir.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta