Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Dalabyggð - Möguleikar á flutningi jarðar í annað sveitarfélag

Friðrik Kjarrval                                                                        22. febrúar 1999                                                              99020082

Snorrabraut 30                                                                                                                                                                          1003

105 Reykjavík

 

 

 

 

          Vísað er til erindis yðar til ráðuneytisins, dagsett 14. þessa mánaðar, varðandi flutning jarðarinnar Akureyja I úr Dalabyggð í annað sveitarfélag.

 

          Í 3. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 eru svohljóðandi ákvæði:

          „Sveitarfélag hefur ákveðin staðarmörk.  Óheimilt er að breyta þeim nema með lögum.

          Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. getur ráðuneytið breytt mörkum sveitarfélaga í sambandi við sameiningu þeirra eða til staðfestingar á samkomulagi milli sveitarstjórna.“

 

          Framangreind ákvæði eru ákaflega skýr að því er varðar heimildir ráðuneytisins til að staðfesta breytingar á mörkum sveitarfélaga.  Samkvæmt þeim er ljóst að ráðuneytið getur ekki breytt mörkum Dalabyggðar nema það sveitarfélag sameinist öðru eða öðrum sveitarfélögum eða hreppsnefnd Dalabyggðar geri samkomulag við annað eða önnur sveitarfélög um breytingu á mörkum sveitarfélagsins.  Á annan hátt er ekki unnt samkvæmt sveitarstjórnarlögum að breyta núverandi mörkum Dalabyggðar.

 

F. h. r.

 

Sigríður Lillý Baldursdóttir (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta