Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Súðavíkurhreppur - Kærufrestur vegna meints trúnaðarbrots við fundarboð

Súðavíkurhreppur                                                                  28. september 1999                                                   99090053

Ágúst Kr. Björnsson, sveitarstjóri                                                                                                                                  1001

Njarðarbraut 14

420 Súðavík

 

 

 

        Vísað er til erindis yðar til ráðuneytisins, dagsett 22. september sl., þar sem óskað er eftir að ráðuneytið úrskurði um hvort trúnaður hafi verið brotinn með fundarboði til hreppsnefndar vegna fundar 31. mars 1999.

 

        Í 27. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er að finna almennan kærufrest. Segir þar svo í 1. mgr.:

        „Kæra skal borin fram innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var tilkynnt um stjórnvaldsákvörðun, nema lög mæli á annan veg.“

 

        Tilgangurinn með slíkum fresti í stjórnsýslulögum er að stuðla að því að mál séu til lykta leidd svo fljótt sem unnt er.

 

        Í 28. gr. laganna er gert ráð fyrir að hafi kæra borist að liðnum kærufresti skuli vísa henni frá nema annars vegar afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða hins vegar að veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar.

 

        Ráðuneytið lítur svo á að ákvæði 27. gr. stjórnsýslulaga eigi við um beiðnir um úrskurði og álit sem berast ráðuneytinu. Ljóst er að erindi yðar barst ráðuneytinu tæpum sex mánuðum frá því að meint brot átti sér stað. Ráðuneytið telur því óhjákvæmilegt að vísa erindinu frá ráðuneytinu, enda verður ekki ráðið af gögnum málsins að 28. gr. stjórnsýslulaga eigi við um það.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta