Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Sveitarfélagið Árborg - Úthlutun byggingarlóða, tilkynning ákvörðunar sem háð er staðfestingu nefndar

Lögmenn Árborg
7. apríl 2004
FEL03120087/1001

Sigurður Jónsson hrl

Austurvegi 3

800 SELFOSSI

Miðvikudaginn 7. apríl 2004 var kveðinn upp í félagsmálaráðuneytinu svohljóðandi:

úrskurður:

Með erindi, dags, 12. desember 2003, kærði Sigurður Jónsson hrl. f.h. Snorra Ólafssonar og Haraldar

Snorrasonar, hér eftir nefndir kærendur, ákvörðun Sveitarfélagsins Árborgar, hér eftir nefndur kærði,

um að úthluta þeim ekki lóð við úthlutun lóða í Suðurbyggð D á Selfossi í nóvembermánuði 2003, sbr.

bréf kærða dags. 14. nóvember 2003.

Með bréfi, dags. 29. desember 2003, óskaði ráðuneytið eftir umsögn kærða vegna framkominnar kæru.

Umsögnin barst með bréfi, dags. 28. janúar 2004. Ráðuneytinu bárust athugasemdir frá kærendum með

bréfi, dags. 25. febrúar 2004, og viðbótarathugasemdir frá kærða með bréfi, dags. 10. mars 2004.

I. Kröfur

 

Aðalkrafa kæ renda er að framangreindri ákvörðun verði hrundið og breytt á þann veg að

sveitarfélaginu verði gert skylt að úthluta kæ rendum parhúsalóðinni að Kálfhólum 10–12 í

Suðurbyggð D.

Ráðuneytið leggur þann skilning í aðalkröfu kæ renda að þess sé krafist að útdráttur byggingarlóða sem

fram fór 29. október 2003 standi óhaggaður og að síðari útdráttur sem fram fór 4. nóvember 2003 verði

úrskurðaður ógildur. Var þessi afstaða ráðuneytisins kynnt kæ rða með bréfi, dags. 29. desember 2003.

Varakrafa kæ renda er að kæ rði úthluti þeim sambæ rilegri lóð í Suðurbyggð D. Þrautavarakrafa

kæ renda er að kæ rða verði gert skylt að úthluta kæ rendum sambæ rilegri lóð.

II. Málavextir

 

Á haustmánuðum 2003 auglýsti kæ rði að byggingarréttur á nánar tilgreindum lóðum við svokallaða

Suðurbyggð D væ ri laus til umsóknar. Í málatilbúnaði aðila málsins er byggt á því að um úthlutun á

byggingarlóðum hafi verið að ræ ða og verður byggt á því orðalagi í umfjöllun ráðuneytisins.

Auglýsingin var birt í héraðsblöðum og á heimasíðu kæ rða. Kæ rendur sóttu um lóð í Suðurbyggð D í

kjölfar auglýsingarinnar.

Á fundi sem haldinn var á skrifstofu framkvæmda- og veitusviðs kæ rða þann 29. október 2003 var

dregið úr umsóknum um lóðir í Suðurbyggð D. Framkvæmdin var með þeim hæ tti að miðar með

nöfnum umsæ kjenda um einstakar lóðir voru settir í pott og dregið út nafn eins umsæ kjanda. Á

fundinum var formaður skipulags- og byggingarnefndar kæ rða og þrír starfsmenn kæ rða. Jafnframt

voru fjórir gestir á fundinum. Við útdrátt umsókna vegna lóðarinnar Kálfhóla 10–12 kom nafn

kæ renda upp úr pottinum.

Að útdræ tti loknum kom í ljós að nafn eins lóðaumsæ kjanda var ekki í pottinum. Jafnframt kom í ljós

að enginn fulltrúi sýslumannsins á Selfossi var á fundinum eins og kveðið er á um í vinnureglum um

úthlutun lóða í Árborg, sbr. síðar. Samkvæmt umsögn kæ rða uppgötvuðust mistökin að morgni 30.

október, þ.e. daginn eftir útdráttinn. Jafnframt segir í umsögninni að þeim umsæ kjendum sem samband

höfðu við kæ rða þann dag hafi verið kynnt að fyrirhugað væ ri að endurtaka útdráttinn. Þann 31.

október hafi svo endanlega verið ákveðið að endurtaka útdráttinn og þann dag hafi öllum

umsæ kjendum verið kynnt sú ákvörðun. Þessum staðhæ fingum kæ rða hefur ekki verið mótmæ lt

sérstaklega.

Með bréfi kæ renda, dags. 3. nóvember 2003, var því beint til kæ rða að gengið yrði frá

lóðarleigusamningi við þá vegna lóðarinnar Kálfhóla 10–12 í samræmi við útdráttinn á fundinum 29.

október. Í bréfinu er jafnframt krafist rökstuðnings ef kæ rði telur heimilt að afturkalla ákvörðun um

úthlutun lóðarinnar.

Þann 4. nóvember 2003 var útdráttur lóðaumsókna í Suðurbyggð D endurtekinn á skrifstofu

framkvæmda- og veitusviðs kæ rða. Viðstaddir útdráttinn voru formaður skipulags- og

byggingarnefndar kæ rða og sýslumaðurinn á Selfossi í samræmi við ákvæ ði vinnureglna um úthlutun

lóða í Árborg. Jafnframt voru viðstaddir starfsmenn kæ rða og gestir. Meðal gesta við útdráttinn var

annar kæ renda og er bókuð í fundargerð sú afstaða hans að hann teldi að úthlutun lóðanna hafi farið

fram miðvikudaginn 29. október 2003.

Umsókn kæ randa var ekki dregin úr pottinum vegna neinnar lóðar í Suðurbyggð D við útdráttinn 4.

nóvember. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar kæ rða síðar um daginn var úthlutun lóða

samkvæmt niðurstöðu útdráttarins staðfest.

Með bréfi kæ rða, dags. 14. nóvember 2003, var kæ rendum kynnt niðurstaða lóðaúthlutunar. Í bréfinu

segir að á fundi skipulags- og byggingarnefndar Árborgar 4. nóvember hafi farið fram úthlutun lóða í

Suðurbyggð D. Úthlutun hafi farið fram að undangengnum útdræ tti gildra umsókna og að kæ rendur

hafa ekki fengið lóð úthlutað að þessu sinni. Jafnframt var athygli kæ renda vakin á væ ntanlegri

úthlutun kæ rða á byggingarrétti fyrir rað- og parhús í Suðurbyggð D.

Með bréfi kæ rða, dags. 28. nóvember 2003, var bréfi kæ renda frá 3. nóvember svarað. Í bréfinu kemur

fram afstaða kæ rða um ástæ ður þess að útdráttur lóða í Suðurbyggð D var endurtekinn. Efni bréfsins

verður ekki rakið með nánari hæ tti enda eru sjónarmið sem þar koma fram sambæ rileg við málsrök

kæ rða.

III. Málsrök aðila

 

Kæ rendur byggja á því að á fundinum 29. október hafi verið tekin ákvörðun um úthlutun lóða í

samræmi við þá lóðaumsókn sem dregin var út vegna hverrar lóðar. Ákvörðun hafi því verið tekin um

að úthluta kæ rendum lóðinni Kálfhólum 10–12. Sú ákvörðun hafi komið til vitundar kæ renda þegar

við útdráttinn því einn gesta við útdráttinn hafi sótt fundinn fyrir þeirra hönd.

Kæ rendur halda því fram að kæ rði hafi hvorki gæ tt andmæ laréttar, sbr. IV. kafla stjórnsýslulaga, nr.

37/1993, né rannsóknarskyldu, sbr. 10. gr. laganna, þegar til greina kom að afturkalla ákvörðun um

úthlutun lóða. Kæ rði hafi ekki gæ tt meðalhófs við ákvörðunina enda hafi afturköllun ákvörðunar verið

of viðurhlutamikil og óþörf þar sem unnt hefði verið að bæ ta úr vanköntum við lóðaúthlutina með

ódýrari aðferðum án þess að íþyngjandi yrði fyrir þá sem fengið hefðu úthlutað lóð. Kæ randi nefnir þar

möguleika kæ rða til að semja sérstaklega við þann umsæ kjanda sem láðist að setja í pott með öðrum

umsæ kjendum.

Jafnframt byggja kæ rendur á því að ekki hafi verið fyrir hendi efnisleg skilyrði til að afturkalla

lóðaúthlutunina enda samrýmist það ekki því eðli vinnureglna um úthlutun lóða í Árborg að vera

opinberar reglur sem tryggja eigi jafnræ ði umsæ kjenda.

Í umsögn kæ rða, dags. 28. janúar 2004, er því mótmæ lt sem kemur fram í kæ ru að útdrátturinn 29.

október 2003 hafi farið fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar kæ rða. Fundurinn hafi verið

vinnufundur, sbr. lokamálslið 3. tölul. vinnureglna um úthlutun lóða í Árborg, og hafi verið hluti af

vinnuferli við endanlega afgreiðslu lóðaúthlutunar. Jafnframt er því mótmæ lt að bindandi ákvörðun

skv. 20. gr. stjórnsýslulaga hafi komið til vitundar kæ randa strax við útdráttinn. Byggir það á því að í

raun hafi enginn mæ tt á fundinn af hálfu kæ renda, sbr. enga bókun þess efnis í fundargerð, að öllum

umsæ kjendum hafi verið tilkynnt um endurtekningu útdráttar strax og mistök við fyrri útdrátt urðu ljós

og að endanleg úthlutun lóða hafi ekki farið fram á fundinum.

Í umsögn kæ rða kemur fram afstaða til fjögurra álitaefna sem ráðuneytið óskaði sérstaklega eftir á

grundvelli rannsóknarskyldu þess samkvæmt stjórnsýslulögum.

Um ástæ ður þess að lóðaútdráttur var endurtekinn segir meðal annars:

„Að útdrætti loknum kom í ljós að láðst hafði að setja nafn eins umsækjanda, að gildri umsókn, í pott

þann sem dregið var úr. Að auki var ákvæða lokamálsliðar 3. tl. vinnureglna um úthlutun lóða ekki

gætt, þar sem sýslumaður eða fulltrúi hans voru ekki viðstaddir útdráttinn.

Þar sem þessi útdráttur fullnægði ekki gildandi vinnureglum um úthlutun lóða í Árborg, var ákveðið

að endurtaka útdráttinn, þannig að jafnræðis yrði gætt með öllum umsækjendum, með gildar

umsóknir. Öllum umsækjendum var tilkynnt um þessa ákvörðun um endurtekningu útdráttarins.“

 

Um afstöðu kæ rða til þeirra sjónarmiða sem rakin eru í kæ ru, að önnur og væ gari úrræ ði en að

endurtaka útdráttinn hefðu verið möguleg segir meðal annars:

„Það er mat sveitarfélagsins að endurtekning útdráttarins hafi í raun verið eina leiðin til þess að

jafnræ ðis með aðilum væ ri gæ tt og þar með yrðu mistök við fyrri útdrátt leiðrétt.“

 

Jafnframt segir:

„Ekki verður séð að endurtekning útdráttarins hafi haft í för með sér íþyngjandi afleiðingar fyrir

kæ rendur né heldur að sú ákvörðun hafi leitt til fjárhagslegs tjóns fyrir þá. Ákvörðun um leiðréttingu

og endurtekinn útdrátt var í raun ódýrasta og um leið sanngjarnasta og eðlilegasta leið sem fæ r var til

þess að leiðrétting fengist og jafnræ ði yrði náð með öllum umsæ kjendum.“

 

Í lok umfjöllunarinnar tekur kæ rði fram að væ gari úrræ ði en það sem valið var hafi í raun ekki verið

tæ k.

Um afstöðu kæ rða um það hvenæ r ákvörðun um lóðarúthlutun sé orðin bindandi segir:

„ Samkvæ mt 1. tl. vinnureglna um úthlutun lóða í Árborg úthlutar skipulags- og byggingarnefnd

Árborgar lóðum í umboði bæ jarstjórnar. Skipulags- og byggingarfulltrúi eða staðgengill hans annast

um samskipti við umsæ kjendur og leggur fram tillögur um úthlutun til staðfestingar nefndarinnar í

samræmi við vinnureglurnar. Til þess að úthlutun teljist gild verður nefndin að samþykkja hverja

umsókn fyrir sig. Til viðbótar þessu er síðan að finna reglur í erindisbréfi skipulags- og

byggingarnefndar Árborgar frá 9. júní 1999, þar sem kveðið er á um það í 4. gr. að ákvarðanir

nefndarinnar taki formlega gildi við samhljóða staðfestingu bæ jarráðs en að öðrum kosti með

staðfestingu bæ jarstjórnar. Fyrr verður ákvörðun um lóðarúthlutun ekki bindandi.“

 

Um það hvort umsæ kjendum sem viðstaddir voru útdrátt hafi verið gerð grein fyrir því að ekki væ ri

um bindandi stjórnsýsluákvörðun að ræ ða kemur meðal annars fram af hálfu kæ rða:

„ Þeim sem viðstaddir voru hinn fyrri útdrátt mátti öllum vera ljóst að ekki var þar um endanlega

stjórnsýsluákvörðun að ræ ða, heldur væ ri þar einungis um einn hluta af vinnuferli við lóðaúthlutun að

ræ ða. Útdrátturinn fór ekki fram á skipulags- og byggingarfundi, enda ekki ráð fyrir því gert í gildandi

vinnureglum þar um. Það var aðilum kynnt munnlega við útdráttinn.

Með úthlutunargögnum, sem afhent voru umsæ kjendum um lóðir var jafnframt dreift afriti af

vinnureglum um úthlutanir lóða í Árborg, sem voru samþykktar á fundi bæ jarráðs Árborgar þann 13.

mars 2003 og lagðar fram til kynningar á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 25. mars s.á.“

 

Málsrök aðila í síðari athugasemdum verða ekki rakin sérstaklega en þeirra verður getið í niðurstöðu

ráðuneytisins eftir því sem tilefni er til.

IV. Niðurstaða ráðuneytisins

 

Kröfugerð kæ renda sæ tir nokkrum takmörkunum með vísan til kæ ruheimildar 103. gr.

sveitarstjórnalaga. Samkvæmt meginreglu 103. gr. sveitarstjórnarlaga um kæ ruheimild til

ráðuneytisins verða ákvarðanir sveitarfélaga um réttindi og skyldur borgaranna, þ.m.t. málsmeðferð

við töku ákvörðunar, kæ rðar til ráðuneytisins nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum. Við

meðferð málsins var skilningur ráðuneytisins á aðalkröfu kæ renda kynntur aðilum og krafan þar með

skýrð með hliðsjón af málatilbúnaði kæ renda og því að ráðuneytið hefur ekki vald til að breyta

ákvörðun sveitarstjórnar. Varakrafa og þrautavarakrafa kæ renda verða ekki skýrðar svo að þæ r falli

innan kæ ruheimildar til ráðuneytisins, en þæ r fela í sér kröfu um að sveitarfélaginu verði gert skylt að

taka ákvörðun ákveðins efnis en ekki að lagt verði mat á ákvörðun sem þegar hefur verið tekin.

Varakröfum kæ renda er því vísað frá ráðuneytinu.

Við úrlausn þess álitaefnis sem kæ rt er til ráðuneytisins koma til skoðunar ákvæ ði sveitarstjórnarlaga,

nr. 45/1998, með áorðnum breytingum, einkum ákvæ ði sem taka almennt til stjórnkerfis sveitarfélaga

og málsmeðferðar innan þess. Hvorki er í sveitarstjórnarlögum né öðrum lögum að finna ákvæ ði sem

fjalla með beinum hæ tti um framkvæmd lóðaúthlutunar sveitarfélaga. Lóðaúthlutun sveitarfélaga fer

fram á grundvelli almennra valdheimilda sveitarstjórna til að ráða fjárhagslegum málefnum

sveitarfélags, sbr. einkum 7. og 9. gr. sveitarstjórnarlaga. Með vísan til þessa hefur ráðuneytið í fyrri

úrskurðum sínum komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um úthlutun byggingarlóða sé

stjórnsýsluákvörðun og eru sveitarstjórnir því bundnar af málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga, nr.

37/1993, við beitingu þess valds. Um þetta vísast meðal annars til úrskurðar ráðuneytisins frá 22. maí

2003 varðandi Kópavogsbæ . Koma ákvæ ði stjórnsýslulaga því til skoðunar við úrlausn málsins.

Auk nefndra laga koma til skoðunar þæ r samþykktir og sérstöku málsmeðferðarreglur sem gilda um

lóðaúthlutanir hjá kæ rða. Skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins starfar í umboði bæ jarstjórnar,

sbr. 9. tölul. 57. gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp, nr. 396/2000. Um

störf nefndarinnar gildir erindisbréf sem samþykkt var af bæ jarstjórn kæ rða 9. júní 1999. Í

erindisbréfinu er gert ráð fyrir að nefndinni verði falin störf á sviði skipulags- og byggingarmála, sbr.

1. gr. erindisbréfsins. Á fundi bæ jarráðs kæ rða 13. mars 2003 voru samþykktar vinnureglur um

úthlutun lóða í Árborg. Í 1. gr. reglnanna er kveðið á um að skipulags- og byggingarnefnd kæ rða

úthluti lóðum í umboði bæ jarstjórnar. Í vinnureglunum er kveðið á um málsmeðferð við lóðaúthlutun,

skilmála við úthlutun o.fl.

Fyrri hluti kröfu kæ renda felur í sér að ráðuneytið úrskurði að útdráttur byggingarlóða sem fram fór

29. október 2003 standi óhaggaður. Af hálfu kæ renda er einkum byggt á því að við útdráttinn hafi

verið tekin bindandi stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga enda hafi ákvörðunin verið komin

til vitundar kæ renda þá þegar. Það álitaefni sem ráðuneytið þarf fyrst að leysa úr er hvort við útdráttinn

29. október 2003 hafi verið tekin stjórnvaldsákvörðun.

Stjórnvaldsákvörðun er ákvörðun stjórnvalds um rétt eða skyldu manna, sbr. 2. mgr. 1. gr.

stjórnsýslulaga. Undirbúningur töku stjórnvaldsákvörðunar getur verið afar mismunandi en oft og

tíðum er taka stjórnvaldsákvörðunar bundin löngu og formbundnu ferli. Sveitarstjórn fer með stjórn

sveitarfélags samkvæmt ákvæ ðum sveitarstjórnarlaga og annarra laga, sbr. 1. mgr. 9. gr.

sveitarstjórnarlaga. Vald til töku stjórnvaldsákvarðana í sveitarfélagi ræ ðst af ákvæ ðum samþykkta og

öðrum ákvörðunum sveitarstjórnar um valdheimildir á einstökum málefnasviðum í stjórnkerfi

sveitarfélags.

Hér að framan hafa samþykktir og aðrar ákvarðanir sem gilda í stjórnkerfi kæ rða um úthlutun lóða

verið raktar. Felast í þeim bindandi fyrirmæ li um málsmeðferð kæ rða við úthlutun lóða. Þeirri

málsmeðferð lýkur með töku stjórnvaldsákvörðunar um úthlutun lóðar. Mikilvæ gt er að gera

greinarmun á einstökum liðum í málsmeðferð stjórnsýslumáls og töku ákvörðunar, enda hefur það

grundvallarþýðingu um það hvort og hvernig einstök ákvæ ði stjórnsýslulaga eiga við um athafnir

stjórnvalda.

Úthlutun lóða í Suðurbyggð D á vegum kæ rða var auglýst í héraðsblöðum og á heimasíðu kæ rða. Í

auglýsingunni voru kynntar upplýsingar um skilmála, gjaldskrá, reglur o.fl. Jafnframt var kynnt að

umræ dd gögn læ gju fyrir á skrifstofu og vefsíðu kæ rða. Vinnureglur um úthlutun lóða í Árborg voru

hluti af úthlutunargögnum. Auglýsing lóðaúthlutunarinnar var birt í samræmi við áskilnað 2. gr.

vinnureglnanna.

Í bréfi ráðuneytisins, dags. 9. febrúar 2004, þar sem kæ rendum var gefinn kostur á að gera

athugasemdir við umsögn um kæ ru, var sérstaklega óskað eftir afstöðu kæ renda um möguleika

umsæ kjenda á að kynna sér vinnureglur við úthlutun byggingarlóða í Árborg og hvort kæ rendum eða

fulltrúum þeirra hafi verið kunnugt eða mátt vera kunnugt um þæ r reglur. Í svari kæ renda, dags. 25.

febrúar s.á., kemur fram að kæ rendur hafi þekkt úthlutunarreglurnar.

Á fundi 29. október 2003 fór fram útdráttur umsókna um lóðir í Suðurbyggð D á Selfossi. Á fundinum

var formaður skipulags- og byggingarnefndar kæ rða, starfsmenn kæ rða og gestir. Sýnt þykir að

fundurinn hafi verið haldinn á grundvelli síðari málsgreinar 3. gr. vinnureglna um úthlutun lóða í

Árborg er hljóðar svo:

„ Ef fjöldi gildra umsókna um auglýstar lóðir er meiri en fjöldi lóða sem í boði eru skal dregið um

umsæ kjendur. Útdráttur skal fara fram á skrifstofu framkvæ mda- og veitusviðs að viðstöddum

formanni skipulags- og byggingarnefndar og fulltrúa frá sýslumannsembæ ttinu á Selfossi.“

 

Við útdráttinn var umsókn kæ renda dregin út vegna lóðarinnar Kálfhóla 10–12, sbr. fundargerð. Er því

haldið fram af hálfu kæ renda að um bindandi ákvörðun hafi verið að ræ ða.

Hér að framan hafa verið raktar samþykktir og ákvarðanir kæ rða um lóðaúthlutun og gildi þeirra sem

málsmeðferðarreglur vegna fyrirhugaðrar töku stjórnvaldsákvörðunar. Í 1. gr. vinnureglna um úthlutun

lóða í Árborg segir:

„ Skipulags- og byggingarnefnd Árborgar úthlutar lóðum í umboði bæ jarstjórnar. Skipulags- og

byggingarfulltrúi eða staðgengill hans annast um samskipti við umsæ kjendur og leggur fram tillögur

um úthlutun til staðfestingar í samræmi við þessar vinnureglur.“

 

Í samræmi við skýrt orðlag ákvæ ðisins felst endanleg ákvörðun um lóðaúthlutun ekki í útdræ tti, eins

og þeim sem fram fór á fundinum 29. október 2003. Ráðuneytið telur að þeim sem sóttu fundinn hafi

átt að vera ljóst að ekki var um fund skipulags- og byggingarnefndar að ræ ða. Útdrátturinn var því

einungis hluti af reglubundinni málsmeðferð fram að því að bindandi ákvörðun um lóðaúthlutun er

tekin af hálfu kæ rða. Í samræmi við það sem kemur fram í bréfi kæ renda, dags. 25. febrúar 2004, mátti

þeim vera ljóst að umræ ddur útdráttur lóða fól ekki í sér töku bindandi ákvörðunar um úthlutun lóða.

Á þetta við hvort sem kæ rendur fengu vitneskju um útdráttinn eftir óformlegum leiðum eða með þeim

hæ tti að fulltrúi þeirra hafi verið viðstaddur útdráttinn, eins og kæ rendur halda fram, og upplýst þá um

niðurstöðuna.

Með vísan til framangreinds er það niðurstaða ráðuneytisins að við útdrátt byggingarlóða á fundi 29.

október 2003 hafi kæ rði ekki tekið stjórnvaldsákvörðun um úthlutun lóðarinnar Kálfhóla 10–12 til

kæ renda. Því getur ráðuneytið ekki fallist á kröfu þess efnis að niðurstaða útdráttarins skuli standa

óhögguð eins og kæ rendur krefjast.

Ráðuneytið vill þó vekja athygli á því að kæ rendum mátti tæ plega vera ljóst að endanleg ákvörðun um

úthlutun lóðar læ gi ekki fyrir fyrr en við samhljóða staðfestingu bæ jarráðs kæ rða eða bæ jarstjórnar á

ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar, eins og kemur fram í tilvitnuðu bréfi kæ rða, dags. 28.

janúar 2004. Sú afstaða kæ rða byggir á ákvæ ðum erindisbréfs skipulags- og byggingarnefndar. Af

gögnum málsins að dæma voru ákvæ ði erindisbréfsins varla kunn umsæ kjendum lóða enda hvorki

hluti af úthlutunargögnum né aðgengileg með einföldum hæ tti. Ef kæ rði telur að lóðaúthlutun verði

ekki bindandi fyrr en við samhljóða staðfestingu bæ jarráðs eða bæ jarstjórnar á fundargerð skipulagsog

byggingarnefndar er mikilvæ gt að það komi fram með skýrum hæ tti, til að mynda í vinnureglum

um úthlutun lóða.

Síðari hluti kröfu kæ renda snýr að lögmæ ti úthlutunar lóða sem gerð var í kjölfar þess að útdráttur á

lóðum var endurtekinn í samræmi við það sem áður hefur verið lýst.

Komið hefur fram að útdráttur byggingarlóða er fór fram á fundi 29. október 2003 hafi verið hluti af

málsmeðferð vegna fyrirhugaðrar stjórnvaldsákvörðunar um úthlutun lóða. Niðurstaða um kröfu

kæ renda um ógildingu lóðaúthlutunar frá 4. nóvember s.á ræ ðst því ekki af því hvort skilyrði hafi verið

fyrir hendi til afturköllunar stjórnvaldsákvörðunar eða annarra skyldra úrræ ða skv. VI. kafla

stjórnsýslulaga eins og kæ rendur halda fram. Hins vegar kemur til skoðunar hvort það hafi samræmst

þeim málsmeðferðarreglum sem gilda um lóðaúthlutun á vegum kæ rða að endurtaka útdráttinn.

Fram hefur komið hjá aðilum málsins að hlutverk vinnureglna við úthlutun lóða í Árborg sé að tryggja

jafnræ ði lóðaumsæ kjenda. Eftir útdráttinn 29. október 2003 varð kæ rða ljóst að útdrátturinn fór ekki

fram í samræmi við ákvæ ði reglnanna. Annars vegar var þetta vegna þess að láðst hafði að setja nafn

eins umsæ kjanda í pottinn sem dregið var úr. Hins vegar að fulltrúi sýslumannsins á Selfossi var ekki

viðstaddur útdráttinn.

Á stjórnvöldum hvíla ríkar skyldur við undirbúning töku stjórnvaldsákvarðana, meðal annars um að

gæ ta að lögmæ ti málsmeðferðar fram að töku ákvörðunar. Verði stjórnvöldum ljóst að málsmeðferð á

þeirra vegum er ekki í samræmi við þæ r reglur sem þeim ber að fara eftir vegna fyrirhugaðrar töku

stjórnvaldsákvörðunar, er þeim skylt að bæ ta úr þeim vanköntum að því leyti sem unnt er.

Af hálfu kæ renda er því haldið fram, sbr. bréf dags. 25. febrúar 2004, að umsókn þess umsæ kjanda

sem láðist að setja í pott með öðrum umsóknum við lóðaútdráttinn hafi í raun og veru ekki verið gild.

Það hafi þau áhrif að meginástæ ða þess að lóðaútdrátturinn sem var endurtekinn væ ri marklaus.

Kæ randi byggir þetta á ákvæ ði c-liðar vinnureglna um úthlutun lóða í Árborg. Þar kemur fram að

lóðum fyrir parhús, raðhús eða fjölbýlishús skuli að jafnaði úthlutað til framkvæmdaaðila sem hafi það

að markmiði að selja eignirnar til þriðja aðila. Ákvæ ðið beri að skýra á þann veg að umsóknir frá

eigendum framkvæmdaaðila skuli metnar ógildar hafi framkvæmdaaðilinn skilað inn gildri umsókn.

Kæ randi heldur fram að þetta hafi átt við um viðkomandi umsókn.

Í bréfi, dags. 10. mars 2004, vísar kæ rði til þess að viðkomandi umsæ kjandi hafi á þessum tíma unnið

sem sjálfstæ ður atvinnurekandi, utan nefnds framkvæmdaaðila, sem jafnframt sótti um lóð.

Umsæ kjandinn hafi því í raun verið sérstakur framkvæmdaaðili.

Í gögnum málsins hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en viðkomandi umsæ kjandi teljist til

eða hafi talist til aðila sem hafi það að markmiði að selja eignir til þriðja aðila og teljist því

framkvæmdaaðili í skilningi vinnureglnanna. Ráðuneytið telur því með vísan til orðalags c-liðar

vinnureglna um úthlutun lóða í Árborg, þar sem segir að jafnan skuli úthluta par-, rað- og

fjölbýlishúsalóðum til framkvæmdaaðila, að umræ dd umsókn hafi átt að teljast með gildum

umsóknum.

Af hálfu kæ renda er því haldið fram að það hafi ekki samræmst meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga

að endurtaka útdráttinn. Málsrök kæ rða lúta að því að endurtekning útdráttarins hafi verið nauðsynleg

til að lóðaúthlutun gæ ti farið fram í kjölfar lögmæ trar málsmeðferðar og að sérsamningar við þann

umsæ kjenda sem láðist að setja í pottinn væ ru ekki í samræmi við vinnureglur um úthlutun lóða í

Árborg.

Meðalhófsregla 12. gr. stjórnsýslulaga tekur til efnis stjórnvaldsákvörðunar en ekki málsmeðferðar,

þ.e. um svokallaða efnisreglu er að ræ ða en ekki formreglu. Endurtekning lóðaútdráttarins var

ákvörðun um endurtekningu á ákveðnum þæ tti málsmeðferðar en fól ekki í sér sérstaka

stjórnvaldsákvörðun. Meðalhófsregla stjórnsýslulaga tekur því ekki til þessarar ákvörðunar með

beinum hæ tti.

Kæ rendur halda því fram að kæ rði hafi brotið reglur um andmæ larétt skv. IV. kafla stjórnsýslulaga og

rannsóknarreglu 10. gr. laganna þegar ákveðið var að endurtaka lóðaútdrátt á vegum kæ rða.

Í samræmi við umfjöllun ráðuneytisins um greinarmun á stjórnvaldsákvörðun og

málsmeðferðarákvörðun verður ekki talið að skylt hafi verið að veita einstökum umsæ kjendum

andmæ larétt áður en útdráttur fór fram að nýju, fremur en almennt gildir um ákvarðanir stjórnvalda er

varða málsmeðferð. Á sama grundvelli verður ekki talið að kæ rði hafi þurft að ráðast í sérstakar

rannsóknaraðgerðir sem beindust að umsæ kjendum lóða, enda byggðust ástæ ður endurútdráttarins á

upplýsingum sem lágu þegar fyrir hjá kæ rða. Ákvörðun um endurútdrátt lóða á vegum kæ rða fól í sér

að byggt var á öllum gildum umsóknum í málsmeðferð vegna fyrirhugaðrar stjórnvaldsákvörðunar.

Endurtekningin var því liður í því að málið yrði næ gjanlega upplýst áður en ákvörðun um úthlutun

lóða var tekin og því beinlínis í samræmi við áskilnað rannsóknarreglu stjórnsýslulaga.

Fyrir liggur að ákvörðun um endurtekningu útdráttar var tekin með það að markmiði að tryggja að

málsmeðferð við fyrirhugaða stjórnvaldsákvörðun um úthlutun lóða væ ri í samræmi við gildandi

málsmeðferðarreglur. Þá virðist ákvörðunin einungis hafa haft óveruleg áhrif á málshraða við úthlutun

lóða. Með því að láta útdrátt fara fram að nýju var tryggt að fulltrúi sýslumannsins á Selfossi væ ri

viðstaddur útdráttinn eins og áskilið er í vinnureglum um úthlutun lóða í Árborg og að allar gildar

umsóknir væ ru með í pottinum. Í ljósi þeirra skyldna sem hvíla á stjórnvöldum að gæ ta að lögmæ ti

málsmeðferðar og þess megintilgangs vinnureglna um úthlutun lóða í Árborg að tryggja jafnræ ði

umsæ kjenda, verður að telja að ákvörðun kæ rða um að endurtaka lóðaútdráttinn hafi verið réttmæ t eins

og málum var háttað.

Í samræmi við framanritað er það niðurstaða ráðuneytisins að málsmeðferð við lóðaúthlutun á

grundvelli útdráttar byggingarlóða 4. nóvember 2003, sem samþykkt var á fundi skipulags- og

byggingarnefndar kæ rða sama dag, hafi verið í samræmi við ákvæ ði stjórnsýslulaga og vinnureglna

um úthlutun lóða í Árborg.

Með vísan til framangreindrar niðurstöðu ber að hafna öllum kröfum kæ renda í málinu.

Meðferð málsins hefur tekið lengri tíma en mæ lt er fyrir um í 103. gr. sveitarstjórnarlaga. Skýrist það

einkum af miklu annríki í ráðuneytinu.

Ú R S K U R Ð A R O R Ð

 

Kröfu kæ renda, Snorra Ólafssonar og Haraldar Snorrasonar, um að Sveitarfélaginu Árborg verði gert

skylt að úthluta þeim parhúsalóðinni Kálfhólum 10–12 á Selfossi á grundvelli útdráttar byggingarlóða í

Suðurbyggð D á Selfossi sem fram fór 29. október 2003, er hafnað.

Lóðaúthlutun Sveitarfélagsins Árborgar í Suðurbyggð D á Selfossi, sem gerð var á grundvelli útdráttar

byggingarlóða í Suðurbyggð D á Selfossi 4. nóvember, skal standa óhögguð.

F. h. r.

Guðjón Bragason (sign.)

Dýrleif Kristjánsdóttir (sign.)

7. apríl 2004 - Sveitarfélagið Árborg - Úthlutun byggingarlóða, tilkynning ákvörðunar sem háð er staðfestingu nefndar. (PDF)

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta