Skeggjastaðahreppur - Lagaheimild til töku vatnsgjalds
Gunnólfur ehf. 3. júlí 1997 97060058
Kristinn Pétursson 1200
Hafnargötu 4
685 Bakkafjörður
Vísað er til erindis yðar til ráðuneytisins, dagsett 26. júní 1997, varðandi lagaheimild til töku vatnsgjalds. Af því tilefni skulu eftirfarandi almenn sjónarmið upplýst:
Vatnsgjald innheimta sveitarfélög á grundvelli laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 81/1991, sbr. lög nr. 149/1995, og reglugerðar fyrir vatnsveitur sveitarfélaga nr. 421/1992, með síðari breytingum.
Í 1. mgr. 7. gr. laganna segir m.a.: “Sveitarstjórn er heimilt að heimta vatnsgjald af öllum fasteignum er vatnsins geta notið og skal við það miðað að gjaldið ásamt öðrum tekjum standi straum af stofnkostnaði og rekstri vatnsveitu.”
Í ákvæðinu kemur fram sú meginregla að vatnsgjaldi er ætlað að standa undir stofn- og rekstrarkostnaði vatnsveitu, en ekki er í lögunum gert ráð fyrir að tekjum af vatnsgjaldi sé varið til óskyldra framkvæmda á vegum sveitarfélagsins.
F. h. r.
Sigríður Lillý Baldursdóttir (sign.)
Sesselja Árnadóttir (sign.)