Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Skeggjastaðahreppur - Almenn heimild til álagningar b-gatnagerðargjalda

Skeggjastaðahreppur                                            30. september 1997                                          97090067

Steinar Hilmarsson oddviti                                                                                                                           122

Skólagötu 5

685 Bakkafjörður

 

 

             Vísað er til erindis yðar til ráðuneytisins, dagsett 13. september 1997, varðandi heimild Skeggjastaðahrepps til að leggja B-gatnagerðargjald á fasteignir við Hafnargötu, Bakkafirði.

 

             Í ákvæði til bráðabirgða í lögum um gatnagerðargjald nr. 17/1996 segir m.a. svo:

             “Lög um gatnagerðargjöld, nr. 51/1974, sbr. lög nr. 31/1975, gilda um innheimtu og álagningu gatnagerðargjalda vegna framkvæmda á grundvelli 3. og 4. gr. laga nr. 51/1974 sem lokið er við innan tíu ára frá gildistöku laga þessara. Ákvæði eldri laga um álagningu gjalda vegna slíkra framkvæmda gilda einungis um lóðir sem úthlutað hefur verið eða veitt hefur verið byggingarleyfi á fyrir gildistöku laga þessara.”

 

             Lög nr. 51/1974 gilda því um álagningu gjaldanna á Bakkafirði, sbr. reglugerð um B-gatnagerðargjöld í Skeggjastaðahreppi nr. 336/1988.

 

             Í 4. gr. laga nr. 51/1974 er svohljóðandi ákvæði:

             “Gjald skv. 3. gr. má innheimta af öllum fasteignum við þær götur, sem bundið slitlag hefur verið sett á og þar sem gangstéttir hafa verið lagðar, enda sé eigi lengri tími en fimm ár liðinn frá því að slitlag var sett eða gangstétt lögð. Má gjaldið nema allt að meðalkostnaði við þessar framkvæmdir.”

 

             Af ákvæði þessu er ljóst að gjaldtökuheimild sveitarfélags vegna tiltekinnar fasteignar er bundin við að sveitarsjóður beri kostnað af framkvæmd við þá götu sem fasteignin stendur við.

 

             Hins vegar geta komið upp þær aðstæður t.d. að sveitarfélag ákveði að leggja bundið slitlag á götur og gera gangstéttir, slíkt verk sé boðið út í einu lagi og tilboð ekki sundurliðað eftir götum. Í slíkum tilfellum getur verið réttlætanlegt að jafna gjöldum niður á allar viðkomandi fasteignir án þess að reikna út kostnað við hverja götu, m.a. götu sem telst þjóðvegur í þéttbýli. Var um þetta fjallað m.a. í dómi Hæstaréttar 1991:615, sem fylgir hér með í ljósriti. Rétt er að taka skýrt fram að sá dómur hefur einvörðungu fordæmisgildi fyrir sambærilegar aðstæður (framkvæmdir) og þar er getið um.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta