Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Vestur-Landeyjahreppur - Einn hreppsnefndarmanna undarritar ekki ársreikning

Vestur-Landeyjahreppur                                       18. maí 1998                                                       98050046

Eggert Haukdal oddviti                                                                                                                              1001

Félagsheimilinu Njálsbúð

861 Hvolsvöllur

 

 

 

 

 

             Vísað er til erindis yðar til félagsmálaráðuneytisins, dagsett 13. maí 1998, þar sem óskað er eftir áliti ráðuneytisins á því að einn hreppsnefndarmanna hefur ekki undirritað ársreikning Vestur-Landeyjahrepps fyrir árið 1997 þrátt fyrir afgreiðslu hreppsnefndar á ársreikningnum.

 

             Í VIII. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 er fjallað um fjármál sveitarfélaga. Í 1. mgr. 88. gr. laganna er kveðið á um að sveitarstjórn skuli hafa lokið fullnaðarafgreiðslu ársreikninga sveitarsjóðs og fyrirtækja hans eigi síðar en í júlímánuði. Með fullnaðarafgreiðslu er átt við tvær umræður í sveitarstjórn um ársreikninginn, sbr. b-lið 52. gr. laganna, og í framhaldi af því undirritun sveitarstjórnarmanna. Gert er því ráð fyrir undirritun allra sveitarstjórnarmanna að lokinni lögformlegri afgreiðslu í hreppsnefnd. Ef einhver sveitarstjórnarmanna hefur athugasemdir fram að færa við ársreikninginn er honum heimilt að undirrita ársreikninginn með fyrirvara og vísa til greinargerðar sinnar um málið eða bókunar í hreppsnefnd.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 

 

 

 

Afrit:  Hjörtur Hjartarson.

 

 

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta