Vestmanneyjabær - Heimildir til að veita aukafjárveitingar til stofnana sveitarfélaga
Oddur Júlíusson 3. september 1999 99090005
Brekastíg 7B 1001
900 Vestmannaeyjar
Vísað er til erindis yðar til ráðuneytisins, dagsett 26. ágúst 1999, varðandi aukafjárveitingar til stofnana sveitarfélags. Af því tilefni skal bent á eftirfarandi:
Í 2. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 er svohljóðandi ákvæði: „Samþykki sveitarstjórn fjárveitingu sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun skal hún jafnframt kveða á um hvernig útgjöldum skuli mætt. Samþykki slíkrar fjárveitingar telst breyting á fjárhagsáætlun.“
Lagaákvæði þetta er skýrt og leggur ótvíræða skyldu á sveitarstjórnir að kveða á um hvernig útgjöldum skuli mætt, sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
F. h. r.
Sesselja Árnadóttir (sign.)
Kristín Benediktsdóttir (sign.)