Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Snæfellsbær - Ýmislegt um hækkun fasteignagjalda milli áranna 1999 og 2000

Marteinn G. Karlsson                                                        22. febrúar 2000                                                                FEL00020013

Engihlíð 10                                                                                                                                                                                16-3714

355 Ólafsvík

 

 

 

        Vísað er til erindis yðar til ráðuneytisins, dagsett 3. febrúar sl., þar sem óskað er eftir að ráðuneytið athugi hækkanir á fasteignaseðlum vegna tveggja fasteigna yðar á milli áranna 1999 og 2000. Er um að ræða fasteignirnar Engihlíð 10 og Ólafsbraut 19 í Snæfellsbæ.

 

        Ráðuneytið óskaði eftir umsögn Snæfellsbæjar um erindið og barst sú umsögn hinn 17. febrúar sl. Fylgir afrit af umsögninni hér með.

 

        Varðandi lagaheimildir til töku einstakra gjalda skal eftirfarandi tekið fram:

·         Fasteignaskattur eru lagður á fasteignir á grundvelli 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Sveitarstjórn ákveður fyrir hvert á álagninguna og getur hún verið allt að 0,5% af álagningarstofni íbúðarhúsa og allt að 1,32% af álagningarstofni atvinnuhúsnæðis. Auk þess er sveitarstjórn heimilt að hækka þessa liði um 25% og er hlutfallið vegna íbúðarhúsa þá 0,525% og vegna atvinnuhúsnæðis 1,65%.

·         Lóðarleiga er lögð á fasteignir á grundvelli lóðarleigusamnings.

·         Fráveitugjald er lagt á fasteignir á grundvelli X. kafla vatnalaga nr. 15/1923. Frekari ákvæði um álagningu ber hverri sveitarstjórn að setja í reglugerð sem senda skal til staðfestingar í félagsmálaráðuneytinu.

·         Vatnsgjald er lagt á fasteignir á grundvelli laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 81/1991. Samkvæmt 11. gr. þeirra laga setur sveitarstjórn sérstaka gjaldskrá þar sem nánar er kveðið á um innheimtu vatnsgjalds, en hámark þess gjalds getur skv. 4. mgr. 7. gr. laganna verið 0,3% af álagningarstofni.

·         Sorphirðugjald og sorpeyðingargjald er lagt á fasteignir á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Samkvæmt 25. gr. þeirra laga er sveitarstjórnum heimilt að setja gjaldskrá um innheimtu gjalda meðal annars vegna meðferðar úrgangs.

 

        Rétt er að taka fram að það er sammerkt með álagningu fasteignatengdra þjónustugjalda að álögð gjöld mega ekki vera hærri en sem nemur kostnaði við framkvæmd hvers málaflokks fyrir sig.

 

        Félagsmálaráðuneytið veitir frekari upplýsingar ef þess er óskað en þó er rétt að benda á að lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 falla undir verksvið umhverfisráðuneytisins.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 

 

Afrit: Snæfellsbær.

 

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta