Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Grímsnes- og Grafningshreppur - Heimild sveitarfélags til að semja um háhraðanet fyrir íbúa þess

Lögmenn Eiðistorgi
6. febrúar 2004
FEL04010061/1001

Einar Gautur Steingrímsson, hrl.

Eiðistorgi 13, 2. hæð

172 SELTJARNARNES

Hinn 6. febrúar 2004 er kveðinn upp í félagsmálaráðuneytinu svohljóðandi

ú r s k u r ð u r:

Með erindi, dags. 23. janúar sl., kærði Einar Gautur Steingrímsson hrl. til ráðuneytisins, f.h. Videocom

ehf., þá ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps að gera samning við eMax ehf. um

háhraðatengingu í hreppnum. Í erindinu kemur fram að kærandi telur hina kærðu ákvörðun fara í bága

við ákvæði 3. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998. Jafnframt kemur þar fram að kærandi hefur

sent erindi til Samkeppnisstofnunar vegna sama máls þar sem hann krefst þess, með vísan til b-liðar 1.

mgr. 17. gr. samkeppnislaga, nr. 8/1993, með síðari breytingum, að samkeppnisráð banni framkvæmd

samnings Grímsnes- og Grafningshrepps við eMax ehf. Einnig krefst kærandi þess, með vísan til 57. gr.

samkeppnislaga, að samkeppnisráð sekti aðila samningsins.

Niðurstaða

Í erindi kæ randa er um kæ ruheimild vísað til 26. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Ráðuneytið telur hins

vegar ljóst að um kæ ruheimild í máli þessu fari skv. 103. gr. sveitarstjórnarlaga, þar sem segir að

ráðuneytið skuli úrskurða um ýmis vafaatriði sem upp kunna að koma við framkvæmd

sveitarstjórnarmálefna. Kæ randi krefst þess að hin kæ rða ákvörðun verði felld úr gildi.

Í 1.-3. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga segir eftirfarandi:

"Skylt er sveitarfélögum að annast þau verkefni sem þeim eru falin í lögum.

Sveitarfélög skulu vinna að sameiginlegum velferðarmálum íbúanna eftir því sem fæ rt þykir á hverjum

tíma.

Sveitarfélög geta tekið að sér hvert það verkefni sem varðar íbúa þeirra, enda sé það ekki falið öðrum til

úrlausnar að lögum."

Í erindi kæ randa til ráðuneytisins er á því byggt að það sé grundvallarregla stjórnsýsluréttarins að

sveitarfélög megi aðeins takast á við þau mál sem þeim eru beinlínis falin að lögum. Sérstaklega vísar

kæ randi um þetta atriði til 3. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga. Einnig byggir kæ randi á því að stjórnvöld

verði að fara að lögum í starfsemi sinni, en um rökstuðning fyrir því að hin kæ rða ákvörðun feli í sér

lögbrot vísar hann til kæ ru sinnar til Samkeppnisstofnunar, dags. 23. janúar 2004.

Að mati ráðuneytisins verða heimildir sveitarstjórna skv. 7. gr. sveitarstjórnarlaga ekki túlkaðar jafn

þröngt og byggt er á í erindi kæ randa. Þvert á móti kemur fram í þeirri lagagrein sem kæ randi byggir á í

erindi sínu til ráðuneytisins, að sveitarfélög geta tekið að sér hvert það verkefni sem varðar íbúa þeirra,

sem ekki eru falin öðrum að lögum. Alþekkt er að sveitarfélög annast fjölmörg verkefni sem ekki er

kveðið á um í lögum, eftir því sem fjárhagslegt bolmagn og aðstæ ður þeirra leyfa. Að mati ráðuneytisins

geta framfarir í upplýsingatæ kni talist vera sameiginlegt velferðarmál íbúanna, sbr. 2. gr. 7. gr. Þá skal

bent á að kæ randi hefur hvorki haldið því fram í málinu að sú þjónusta sem hin kæ rða ákvörðun varðar

hafi verið falin tilteknum aðila að lögum né fæ rt rök fyrir því af hvaða ástæ ðum hin kæ rða ákvörðun feli

í sér brot gegn 3. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga.

Ljóst er að það er Samkeppnisstofnun en ekki félagsmálaráðuneytið sem er réttur úrskurðaraðili lögum

samkvæmt um þann þátt málsins er varðar meint brot gegn samkeppnislögum. Ágreiningur um túlkun

þeirra laga verður því ekki borinn undir ráðuneytið á grundvelli 103. gr. sveitarstjórnarlaga.

Með vísan til alls sem að framan er rakið verður að hafna kröfu kæ randa um ógildingu hinnar kæ rðu

ákvörðunar.

Ú R S K U R Ð A R O R Ð

 

Hafnað er kröfu kæ randa, Videocom ehf., um að ráðuneytið ógildi ákvörðun Grímsnes- og

Grafningshrepps frá 15. október 2003, að heimila sveitarstjóra að undirrita samning við eMax ehf. um

háhraðanet í sveitarfélaginu.

F. h. r.

Guðjón Bragason (sign.)

Lárus Bollason (sign.)

Afrit:

Grímsnes- og Grafningshreppur

Samkeppnisstofnun

6. febrúar 2004 - Grímsnes- og Grafningshreppur - Heimild sveitarfélags til að semja um háhraðanet fyrir íbúa þess. (PDF)

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta