HeimsljósUpplýsingaveita um þróunar- og mannúðarmál
Ísland eykur stuðning við mannréttindasamtök í Úganda
Framlög Íslands til samtakanna DefendDefenders hafa verið aukin en samtökin eru bakhjarl fólks sem berst fyrir mannréttindum í Austur-Afríku, þar á meðal réttindum hinsegin fólks. Þá hefur Ísland aukið stuðning við loftslags- og skólamáltíðarverkefni Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) í Úganda og fjármagnar viðgerð og endurbætur á stórri vatnsveitu í flóttamannabyggð í norðurhluta Úganda.
NánarHeimsljós er upplýsingaveita utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Stjórnvaldi sem fer með opinbera þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð ber skylda til að upplýsa almenning um árangurinn af því starfi.
Heimsljósi er ætlað að viðhalda og glæða umræðu um þennan málaflokk sem er ein meginstoð íslenskrar utanríkisstefnu.
Skráðu þig á póstlista Heimsljóss