Hoppa yfir valmynd

Loftslagsmál og endurnýjanleg orka

Ummerki um loftslagsbreytingar eru hvergi jafn sýnileg og á norðurslóðum þar sem hækkun hitastigs hefur á síðustu áratugum verið meira en tvöföld á við meðaltalið á heimsvísu

Hlýnun veldur nú þegar áþreifanlegum og víxlverkandi breytingum á náttúrufari. Nefna má hopun íss og snævar, innstreymi ferskvatns til Norður-Íshafsins og súrnun sjávar. Allt hefur þetta áhrif á samfélög og efnahagslíf á svæðinu. Viðbrögð við afleiðingum loftslagsbreytinga eru því brýnt viðfangsefni fyrir Norðurskautsríkin sem hvert fyrir sig grípa til ráðstafana á grundvelli eigin skuldbindinga.

Norðurskautsráðið mun áfram leggja áherslu á vöktun og greiningu, sem og að efla viðnámsþol vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Vinnu sem miðar að því að draga úr losun skammlífra mengunarefna, svo sem sóts og metans, verður haldið áfram. Áheyrnarríki hafa tekið virkan þátt í verkefnum á þessu sviði og vill Ísland hvetja fleiri áheyrnaraðila til þess.

Skipti úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orkugjafa eru nauðsynleg eigi að takast að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og bæta loftgæði. Á vettvangi Norðurskautsráðsins hefur verið stutt við miðlun þekkingar varðandi hagkvæmar lausnir til orkuskipta í litlum og afskekktum samfélögum á norðurslóðum. Ísland leggur áherslu á að frekari vinna fari fram á þessu sviði.

Síðast uppfært: 5.6.2023 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta