Samstarfsvettvangur fræðslu, menntunar og rannsókna á sviði netöryggis á Íslandi
Eyvör - National Coordination Centre Iceland (NCC-IS)
Eyvör NCC-IS er hæfnisetur í netöryggi, áður nefnt samstarfs-vettvangur fræðslu, menntunar og rannsókna á sviði netöryggis á Íslandi. Markmið samstarfsins er að efla netöryggisgetu á landsvísu og styðja við íslenskt netöryggissamfélag sem og að tryggja öflugt Evrópusamstarf á sviði netöryggismála. Eyvör er stofnað á grundvelli reglugerðar ESB 2021/887 og mun vinna í nánu samstarfi við Hæfnisetur Evrópu í netöryggi (e. European Cybersecurity Competence Centre – ECCC).
Eyvör mun markvisst styðja við íslenska aðila úr atvinnulífinu, rannsóknasamfélaginu og hinu opinbera í að efla rannsóknir og auka hæfni, þekkingu og þróun á sviði netöryggis. Eyvör mun m.a. sjá um rekstur netöryggisstyrkja og auðvelda íslenskum hagsmunaaðilum aðgengi að alþjóðlegum sóknarfærum.
Gildin hjá Eyvöru eru að við styðjum við fyrirtæki og stofnanir með samtakamætti netöryggissamfélagsins og styðjum við nýsköpun í netöryggi. Við erum með skýra framtíðarsýn og stefnum að því að íslensk fyrirtæki, háskólar og vísindafólk verði meðal leiðandi aðila á heimsvísu í netöryggi.
Með sameiginlegu átaki samstarfsaðila getur Eyvör, með nauðsynlegri stjórnsýslugetu, aðgangi að tækni og sérfræðiþekkingu atvinnulífsins sem og rannsóknasamfélagsins, byggt upp og stutt við skilvirkt þekkingarsamfélag á sviði netöryggismála á Íslandi.
Fréttir
- Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytiðSamstarfsvettvangur um netöryggi kynntur til sögunnar29. 10. 2024
Stjórn
- Jón Vilberg Guðjónsson, skrifstofustjóri framkvæmda og stjórnsýslu hjá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu
- Sigurður Óli Sigurðsson, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði hjá Rannís
- Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, stjórnarmaður hjá Auðnu
- Sigurður Magnús Garðarsson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ
- Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, forseti samfélagssviðs HR
- Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu
Stýrihópur
Hópur aðila frá öllum samstarfsaðilunum. Stýrihópurinn fundar einu sinni á mánuði til að ræða verkefni sem eru í vinnslu innan í Eyvör. Haldnar eru fundargerðir eftir hvern fund og samþykktar af fundarmönnum. Staða á verkefnum og styrktarbeiðnir eru teknar fyrir á fundum stýrihópsins.
Ráðgefandi hópur
Hópur innan íslenska netöryggissamfélagsins, gefur ráð til NCC um þarfir, stefnur og þróun í kringum netöryggi. Þessir aðilar geta ráðið til sín erlenda sérfræðinga til skrafs og ráðagerða. Hópnum er stýrt af Auðnu og hittist hann a.m.k. tvisvar á ári.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.