Finnland sinnir loftrýmisgæslu á Íslandi í fyrsta sinn
09.01.2025Flugsveit finnska flughersins er væntanleg til landsins í lok janúar, en þá hefst loftrýmisgæsla...
Utanríkisráðuneytið tekur þátt í alþjóðastarfi, til hagsbóta fyrir íslenskan almenning og atvinnulíf. Það gætir hagsmuna íslenskra ríkisborgara, fyrirtækja og neytenda með því að tryggja aðgang að alþjóða mörkuðum og efla fríverslun. Það styður við íslensk fyrirtæki sem vilja hasla sér völl erlendis og kynnir menningu og listir um víða veröld. Utanríkisráðuneytið sinnir pólitískum samskiptum Íslands við erlend ríki og innan alþjóðastofnana er varðar allt frá mannréttindum til öryggismála.
Alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands er ætlað að skila mælanlegum árangri við að uppræta fátækt, bæta lífsskilyrði og skapa jafnrétti, frelsi og hagsæld í heiminum. Þá gætir borgaraþjónustan hagsmuna og öryggis íslenskra ríkisborgara erlendis og veitir þeim ýmis konar aðstoð s.s. þegar slys, veikindi eða andlát ber að höndum á erlendri grundu.
Utanríkisþjónustan greinist annars vegar í utanríkisráðuneytið og hins vegar í sendiráð, fastanefndir og ræðisskrifstofur. Sendiherrar veita sendiráðum forstöðu, fastafulltrúar veita fastanefndum við alþjóðastofnanir forstöðu og ræðismenn veita ræðisskrifstofum forstöðu.
Leiðarljós utanríkisþjónustunnar er að vera útvörður þjóðarinnar í hnattvæddum heimi og vakandi gagnvart öllu því sem getur rennt styrkari stoðum undir íslenskt samfélag. Íslendingar og íslensk fyrirtæki geti treyst því að utanríkisþjónustan gæti réttmætra hagsmuna þeirra á erlendri grund og komi þeim til aðstoðar við erfiðar aðstæður.
Í lögum um utanríkisþjónustu Íslands, nr. 39, 16. apríl 1971 segir að utanríkisþjónustan fari með utanríkismál og gæti í hvívetna hagsmuna Íslands gagnvart öðrum ríkjum. Hún skal einkum gæta hagsmuna Íslands að því er snertir: stjórnmál og öryggismál, utanríkisviðskipti og menningarmál.
Í utanríkisráðuneytinu er unnið samkvæmt jafnréttisáætlun Stjórnarráðs Íslands og sérstakri framkvæmdaáætlun ráðuneytisins í jafnréttismálum. Unnið er markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á sendiskrifstofum Íslands og tryggt er að störf þar skiptist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Ólíkt því sem áður var eru kynjahlutföll nokkuð jöfn í hópi yngri háskólamenntaðra fulltrúa og má leiða að því líkur að í ljósi framgangskerfis utanríkisþjónustunnar og flutningsskyldu muni kynjahlutföll í stjórnunarstöðum jafnast á næstu árum.
Sendiráð, fastanefndir og ræðisskrifstofur með útsendum starfsmönnum nefnast einu nafni sendiskrifstofur. Margar þeirra gegna mörgum hlutverkum, t.d. gegnir sendiskrifstofan í París hlutverki sjö sendiráða, gagnvart Frakklandi, Andorra, Ítalíu, Líbanon, Mónakó, Portúgal og Spáni og tveggja fastanefnda gagnvart Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).
Ísland starfrækir á þriðja tug sendiskrifstofa víða um heim og eru starfsmenn utanríkisþjónustunnar rúmlega 300 talsins. Þar af starfa um 170 í Reykjavík og útibúum þýðingamiðstöðvar á Akureyri, Ísafirði og Seyðisfirði. Um 160 starfa erlendis, þar af eru um 90 staðarráðnir og um 65 útsendir starfsmenn frá Íslandi auk fulltrúa annarra ráðuneyta í sendiráði Íslands í Brussel.
Flugsveit finnska flughersins er væntanleg til landsins í lok janúar, en þá hefst loftrýmisgæsla...
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er nú stödd í vinnuheimsókn í Úkraínu þar sem hún...
Utanríkisþjónustan gætir hagsmuna íslenskra ríkisborgara, fyrirtækja og neytenda með því að tryggja aðgang að alþjóðamörkuðum og efla fríverslun. Hún styður við íslensk fyrirtæki sem vilja hasla sér völl erlendis og kynnir menningu og listir um víða veröld.
Utanríkisþjónustan sinnir pólitískum samskiptum Íslands við erlend ríki og innan alþjóðastofnana sem varðar allt frá mannréttindum til öryggismála. Alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands er ætlað að skila mælanlegum árangri við að uppræta fátækt, bæta lífsskilyrði og skapa jafnrétti, frelsi og hagsæld í heiminum. Utanríkisþjónustan gætir hagsmuna og öryggis íslenskra ríkisborgara erlendis og veitir þeim ýmis konar aðstoð s.s. þegar slys, veikindi eða andlát ber að höndum á erlendri grundu.
Þorgerður Katrín tók við embætti utanríkisráðherra 21. desember 2024. Hún var menntamálaráðherra árin 2003–2009 og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2017. Hún hefur verið alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2016 (Viðreisn). Þorgerður Katrín var áður alþingismaður Reyknesinga 1999–2003 og alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2003–2013 (Sjálfstæðisflokkur).