Lokið |
Framvinda verkefnisins
Í stefnuyfirlýsingu ríkistjórnarinnar var kveðið á um lækkun tekjuskatts sem næmi 1 prósentustigi á kjörtímabilinu. Í aðdraganda kjarasamninga kynnti ríkisstjórnin enn umfangsmeiri lækkun tekjuskatts og breytingar á skattkerfinu. Alls munu breytingarnar fela í sér 21 ma.kr. minni álögur þegar þær verða að fullu innleiddar.
Nefnd skilaði tillögum haustið 2018 og gengið var frá útfærslu í tengslum við kjarasamninga í apríl 2019. Frv. um um breytingar á tekjuskatti var lögfest á Alþingi samhliða fjárlagafrv. 2020. Skattalækkunin var gerð í tveimur áföngum í stað þriggja, 1. janúar 2020 og 1. janúar 2021. Ábati hennar mun skila sér strax til allra tekjutíunda. Þegar lækkunin er að fullu komin fram munu ráðstöfunartekjur heimilanna aukast um 21 ma.kr. á áriFyrir einstaklinga með tekjuskattsstofn í kringum 350 þúsund krónur þýðir það 120 þúsund króna skattalækkun á ári.
Ábyrgð
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Kafli
Þróttmikið efnahagslíf