Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Gert verður átak í netvæðingu náms og aðgengi að stafrænu háskólanámi á Íslandi, sem eykur aðgengi að menntun óháð búsetu og aðstæðum. 

Ráðuneyti

Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Kafli

Menntamál

Framvinda

Bifröst og HA hafa verið í fararbroddi varðandi fjarnám á háskólastigi. við HB er hlutfallið 100% og við HA 78%. Þessir tveir skólar eru því langöflugastir er kemur að námsframboði í fjarnámi hér á landi. Niðurfelling skólagjalda á Bifröst hefur leitt til mikillar fjölgunar umsókna. Viðræður um sameiningu þessara háskóla hafa staðið yfir um hríð og ljóst er að ef af þeirri sameiningu verður þá mun fjarnám eflast til muna. Báðir þessir skólar eru í sterku samstarfi við þekkingarsetur vítt um land um þjónustu þeirra við bæði háskólana og nemendur þeirra. Uppbygging ljósleiðarsambands um allt land er langt komin sem er mikilvæg forsenda stafræns háskólanáms hér á landi. Hagnýting upplýsingatækni er mikilvæg forsenda menntunar óháð búsetu og gefur tækifæri til sveiganlegs náms t.a.m. með vinnu. 

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta