Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Unnið verður markvisst að því að fjölga sveigjanlegum störfum og hlutastörfum í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs. Menntunartækifæri verða tryggð fyrir fatlað fólk.

Ráðuneyti

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Kafli

Örorka

Framvinda

Samhæfingarnefnd félags- og vinnumarkaðsráðherra um velferð og virkni á vinnumarkaði skilaði félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrstu tillögum í janúar 2023 er snúa að leiðum til að fjölga sveigjanlegum störfum og hlutastörfum. Samhæfingarnefndin er enn að störfum. Félags- og vinnumarkaðsráðherra skipaði starfshóp um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk í desember 2022. Starfshópurinn skilaði skýrslu til ráðherra í mars 2024. Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks (tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024-2027) var samþykkt á Alþingi vorið 2024 en þar eru meðal annars aðgerðir er varða náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk. Vinnumálastofnun og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið vinna að endurskoðun stuðnings við atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og fólks með skerta starfsgetu. Samhliða breytingum á örorkulífeyriskerfinu eru að fara í gang fjölmargar vinnumarkaðsaðgerðir og umbætur veturinn 2024-25 sem allar miða að því að fjölga ólíkum störfum og auka atvinnutækifæri fyrir fólk með mismikla starfsgetu. Vinnumálastofnun og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið í samstarfi við hagsmunaaðila, sveitarfélög, framhaldsfræðsluaðila, verndaða vinnustaði og aðila vinnumarkaðarins sjá um framkvæmd þessara verkefna sem meðal annars miða að inngildingu í stofnunum, snemmtækri íhlutun í þjónustu og umbótum á þeim vinnusamningum sem gert er að skapa hvata til fjölgunar atvinnutækifæra á vinnumarkaði fyrir fólk með mismikla starfsgetu.

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta