Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Öflugt norrænt samstarf verður áfram grundvallarþáttur í alþjóðlegu samstarfi Íslands.

Ráðuneyti

Utanríkisráðuneytið

Kafli

Utanríkis- og alþjóðamál og þróunarsamvinna

Framvinda

Þátttaka í norrænu samstarfi hefur verið virkt á tímabilinu, bæði í óformlega ríkisstjórnarsamstarfinu, svo sem á vettvangi forsætisráðherra, utanríkisráðherra, annarra ráðherra og embættismanna, sem og í formlega norræna ríkisstjórnarsamstarfinu á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar, þar sem starfið fer fram í 12 ráðherranefndum og enn fleiri embættismannanefndum á tilteknum málefnasviðum. Norrænt samstarf er afar gagnlegur vettvangur fyrir íslensk stjórnvöld fyrir umræður, skoðanaskipti og samræmingu um málefni sem eru ofarlega á baugi og til umfjöllunar hverju sinni. Ísland gegndi formennsku í norræna samstarfinu á árinu 2023 sem gekk vel. Á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar var unnið af krafti í ráðherranefndum og embættismannanefndum í þágu stefnumörkunar um framtíðarsýn okkar 2030, sem samþykkt var af forsætisráðherrum Norðurlanda í ágúst 2019. Sérstakar áherslur Íslands innan framtíðarsýnarinnar, auk áherslu á frið, voru kynntar í formennskuáætluninni: „Norðurlönd - afl til friðar.“ Mikið samráð og samræming fór fram innan Stjórnarráðsins vegna verkefnisins, einkum á vettvangi norræna stýrihóps Stjórnarráðsins. Einnig voru margir norrænir ráðherrafundir og aðrir fundir haldnir á Íslandi á árinu 2023 í tengslum við formennskuna. Nánari upplýsingar er að finna í skýrslu samstarfsráðherra Norðurlanda til Alþingis um störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2023 (154. löggjafarþing 2023-2024, þskj. 956 - 643. mál). Að loknu formennskuári tók við hefðbundin þátttaka Íslands í norrænu samstarfi. Lagt er upp úr því að hlúa að og styrkja norrænt samstarf, að Íslendingar séu virkir þátttakendur og miðli þekkingu og reynslu Íslands, á sama tíma og við njótum þess sama frá hinum norrænu löndunum. Unnið er að sameiginlegum lausnum á sviðum þar sem Norðurlöndin geta náð betri árangri með því að vinna saman, heldur en hvert í sínu lagi, á grundvelli pólítísku stefnumörkunarinnar um framtíðarsýn okkar 2030 og með norrænt notagildi að leiðarljósi. 

Staða verkefnis

Komið vel á veg

Viðvarandi verkefni
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum