Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Áfram verður aukið við móttöku kvótaflóttafólks með áherslu á einstaklinga og fjölskyldur í viðkvæmri stöðu. Samræmd móttaka flóttafólks í samstarfi ríkis og sveitarfélaga óháð því á hvaða forsendum fólk kemur til landsins verður áfram styrkt. 

Ráðuneyti

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Kafli

Málefni útlendinga

Framvinda

Frumvarp félags- og vinnumarkaðsráðherra um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012 (mótttaka einstaklinga með vernd, innflytjendaráð) var samþykkt á Alþingi í júní 2022. Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur skrifað undir samning um samræmda móttöku flóttafólks við fjórtán sveitarfélög. Stýrihópur um stefnu í málefnum innflytjenda hefur tekið til starfa og unnið er að frumvarpi í tengslum við inngildingu og þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd sem stefnt er að leggja fram á Alþingi haustið 2024. Í febrúar 2024 sammæltist ríkisstjórnin um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar byggjast á því að horft er á málaflokkinn út frá fjórum meginmarkmiðum. Í fyrsta lagi áherslu á hagkvæmari og skilvirkari reglur og betri þjónustu. Í öðru lagi að stuðlað verði að jöfnum tækifærum og þátttöku í samfélaginu. Í þriðja lagi betri nýtingu mannauðs. Í fjórða lagi betri samræmingu og samhæfingu. Áhersla verður meðal annars á að tryggja að verndarkerfið þjóni fyrst og fremst þeim sem búa við mesta neyð. Það verður m.a. gert með því að forgangsraða móttöku kvótaflóttafólks og einstaklinga og fjölskyldna í viðkvæmri stöðu, þ.m.t. hinsegin fólks, einstæðra kvenna og barna þeirra. 

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta