Hoppa yfir valmynd
Lokið

Framvinda verkefnisins

Matvælastefna fyrir Ísland til ársins 2030 var kynnt í desember 2020. Matvælastefnu er ætlað að vera leiðbeinandi við ákvarðanatöku til að stuðla að aukinni verðmætasköpun í matvælaframleiðslu hér á landi, tryggja matvælaöryggi og auka velferð fólks í sátt við umhverfi og náttúru. Þá er áhersla lögð á að renna styrkari stoðum undir búsetu í hinum dreifðari byggðum og  nýta tækifæri sem felast í því að byggja á grunnatvinnuvegum og sérstöðu byggða. Matvælastefnu fyrir Ísland fylgir aðgerðaráætlun sem miðar að því að innleiða aðgerðir sem styðja við markmið stefnunnar í íslenskt atvinnulíf og stjórnkerfi. Skipuð verður verkefnisstjórn með fulltrúum þeirra ráðuneyta sem berga ábyrgð á aðgerðum í áætluninni. Þá hefur verið komið á fót Matvælasjóði sem hefur það hlutverk að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt. Fyrsta úthlutun sjóðsins fór fram í desember 2020. 

Sjávaraútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað verkefnastjórn sem mun vinna að innleiðingu aðgerðaráætlunar Matvælastefnu fyrir Ísland. Gert er ráð fyrir að aðgerðaáætlun verði endurskoðuð að fimm árum liðnum. Þá var auglýst önnur úthlutun Matvælasjóðs á vormánuðum 2021. Sjóðurinn fékk 250 milljón króna viðbótarframlag á árinu til að stuðla að aukinni verðmætasköpun í kjölfar heimsfaraldurs Covid19.
 

Ábyrgð

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Kafli

Þróttmikið efnahagslíf

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta