Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Stigin verða skref til að hefja sjálfbæra lífolíuframleiðslu til að flýta orkuskiptum í fiskiskipum og unnið að því að greiða götu verkefna á því sviði. Stutt verður við möguleg þróunarverkefni í orkuskiptum í innanlandsflugi.

Ráðuneyti

Innviðaráðuneytið

Kafli

Samgöngumál

Framvinda

Við vinnu Aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum voru sett fram verkefni um skoðun á hagkvæmni þess að framleiða endurnýjanlegt eldsneyti hér á landi bæði fyrir skip og flugvélar. „Orkuráðuneytið“ er eðlilegur ábyrgðaraðili á slíku verkefni en frumkvæði að verkefnum á þessu sviði hefur til þessa komið frá „samgönguráðuneytinu“ og stofnunum þess. Verkefni tengd endurnýjanlegu eldsneyti í aðgerðarðáætlun eru:
  S.6.B9 Tryggt framboð á endurnýjanlegu eldsneyti  
 Skipaður verður vinnuhópur sem kortleggur leiðir til að tryggja nægt aðgengi að vistvænum orkugjöfum, þ.m.t. fýsileika innlendrar framleiðslu, innflutnings og hvatakerfa.  
  Staða: Á hugmyndastigi  
  Tímabil: 2024-2025  
  Staða fjármögnunar: Ekki innan ramma núgildandi fjármálaáætlunar  
  Ábyrgðaraðili: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið  
  Framkvæmdaraðili/-aðilar: Orkustofnun  

Sambærileg aðgerð er fyrir flugið:
  V.2.B4 Tryggt framboð á sjálfbæru flugvélaeldsneyti  
 Skipaður verður vinnuhópur sem kortleggur leiðir til að tryggja nægt aðgengi að vistvænum orkugjöfum, þ.m.t. fýsileika innlendrar framleiðslu og hvatakerfa.  
  Staða: Á hugmyndastigi  
  Tímabil: 2024-2025  
  Staða fjármögnunar: Ekki innan ramma núgildandi fjármálaáætlunar  
  Ábyrgðaraðili: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið  
  Framkvæmdaraðili/-aðilar: Orkustofnun
 

Staða verkefnis

Hafið
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta