Hoppa yfir valmynd
Komið vel á veg

Framvinda verkefnisins

Stuðla þarf að kolefnisjöfnun sjávarútvegs, til dæmis með auknum rannsóknum á endurnýjanlegri orku fyrir flotann. Nokkrar aðgerðir í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum stuðla að þessu. Meðal þess sem unnið hefur verið er yfirlit um möguleika til orkuskipta á sjó. Formlegu samstarfi stjórnvalda og sjávarútvegsins til að tryggja að markmiðum Íslands í loftslagsmálum verði náð var komið á fót sumarið 2020. Á grunni þess samstarfs var skipaður starfshópur í tengslum við aðgerð B.1 í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, en hann skilaði skýrslu um græn skref í sjávarútvegi í júní 2021.

Áframhaldandi vinna við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá sjávarútvegi m.a. á grundvelli tilagna starfshóps um græn skref í sjávarútvegi og yfirlýsingar stjórnvalda og SFS um losun gróðurhúsalofttegunda vegna olíunotkunar íslensks sjávarútvegs sem undirrituð var í júní 2021.

Ábyrgð

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Samstarfsráðuneyti

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Kafli

Þróttmikið efnahagslíf

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta