Lokið |
Framvinda verkefnisins
Fjárveitingar til framhaldsskólanna hafa aukist mikið og nýtt reiknilíkan til fjárveitinga er komið í notkun. Þannig hafa skólarnir fengið svigrúm til eigin stefnumótunar, í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar. Viðurkenndum námsbrautum hefur fjölgað og þjónusta við nemendur verið bætt, t.d. stoðþjónusta á borð við geðheilbrigðisþjónustu. Grundvallarbreytingar hafa orðið á starfsnámi á framhaldsskólastigi og fyrstu lögin um lýðskóla hafa tekið gildi. Skipulega hefur tekist að draga úr brotthvarfi nemenda, sem hefur aldrei mælst lægra. Auknu fé hefur verið varið til sérstakrar íslenskukennslu fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku og Alþingi hefur samþykkt lög sem styrkja lagastoð og heimildir fagráðsráðs eineltismála. Áfram er unnið að því að bæta gæði menntatölfræði sem nýtist til m.a. stefnumótunar.Ábyrgð
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Kafli
Sterkt samfélag