Verkefni
Horft verður til áframhaldandi uppbyggingar í almenna íbúðakerfinu og framhalds hlutdeildarlána.
Ráðuneyti
InnviðaráðuneytiðKafli
Húsnæðismál
Framvinda
Lög um breytingar á skipulagslögum sem fela í sér lögfestingu á heimild sveitarfélaga til að skilyrða notkun lands til uppbyggingar hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði óháð eignarhaldi lóðar voru samþykkt á Alþingi í desember 2023. Reglugerð var sett 20. júní 2023 um hækkun hámarksverða íbúða sem unnt er að kaupa með hlutdeildarláni, endurskoðun á flokkun sveitarfélaga í verðflokka hámarksverða og árlega uppfærslu á tekjumörkum lántaka hlutdeildarlána. Áfram er unnið að gerð samninga við einstök sveitarfélög um húsnæðisuppbyggingu. Ráðherra undirritaði m.a. samning við sveitarfélagið Stykkishólm um uppbyggingu, m.a. hagkvæmra íbúða með viðráðanlegan húsnæðiskostnað, til næstu fimm ára.Staða verkefnis
Komið vel á vegViðvarandi verkefni