Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Rík áhersla verður lögð á stuðning við börn af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra, m.a. gegnum skóla- og frístundastarf og með auknu aðgengi að íslensku- og samfélagsfræðslu. Horft verði til möguleika á móðurmálsfræðslu og túlkaþjónusta efld einkum til að tryggja aðgengi að menntun, heilbrigðisþjónustu og félagslegum réttindum.

Ráðuneyti

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kafli

Málefni útlendinga

Framvinda

1. Samkomulag mennta- og barnamálaráðherra, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og Reykjavíkurborgar um þróunarverkefnið Menntun Móttaka Menning (MEMM) var undirritað 15. maí 2024. Verkefnið miðar að því að koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn á landsvísu á öllum skólastigum og í frístundastarfi. Auk þess er markmið verkefnisins að þróa og tryggja öfluga ráðgjöf, námsgögn, verkfæri og stuðning. Vinna við verkefnið er hafin. 
2. Maí 2024 - styrkveitingar til sveitarfélaga vegna barna á flótta. Styrkurinn nær til allra barna á skólaskyldualdri sem fengið hafa alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum frá 1. janúar 2022. 
Markmiðið með fjárstuðningnum er að styðja við móttöku barna sem hafa neyðst til þess að flýja heimaland sitt vegna átaka og veittur er fjárstuðningur til verkefna sem snúa að stuðningi innan skóla og frístundastarfs og stuðningi við barnaverndarnefndir og önnur úrræði fyrir fjölskyldur á flótta. Heildar styrkupphæðin er 268,5 m.kr. 
 

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta